Leita í fréttum mbl.is

Raunir þjóðskáldsins og kveðskapur ...

Mjög er sorgin sveitt og þung,
sárt hún kvelur gamlan pung.
En eftir hopp og heljarþvarg
hentar að ráða brennuvarg.

eldur3Þessar átakanlegu línur koma uppí hugann þegar tortóluraunir herja á þjóðfélagið okkar með sykursætum slepjuvaðli ráðvilltra ráðamanna sem eygja ekki undankomuleið. Ofangrein vísa var orkt af þjóðskáldi fyrri tíma þegar hann var búinn að eyða heimilisauðnum allskonar fáránlegustu vitleysu og ekkert var eftir nema að kveikja í húsinu og fá tryggingarbæturnar. Þá réði þjóðskáldið gáfaðann mann til leggja eld að húsinu að næturlagi. Hann beið alla nóttina eftir að brennuvargurinn léti til skarar skríða, en ekkert gerist. Daginn efir frétti þjóðskáldið að brennuvargurinn hefði kveikt í röngu húsi og það sem verra var þá hafði kallsauðurinn farist sjálfur í eldsvoðanum og varð fáum harmdauði.

Hinsvegar eru Panamaskjölin til ítarlegrar umræðu í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. Er það samdóma álit þingmanna þessara samtaka að réttast væri að brenna þessi déskotans skjöl á báli og dreifa öskunni yfir Dauðahafið. En það er þrautin þyngri, jafnvel þótt maður sé í ríkisstjórn með gjörvallt auðvaldið að baki sér, að afmá ritsmíðar á borð við Panamaskjölin og smásögur frá Jómfrúareyjum og láta þær hverfa í eitt skipti fyrir öll úr mannkynssögunni. Þessvegna eru ráðsmaður, húskarlar og griðkonur Framsóknarfjóssins farnar að biðja innilega fyrir gömlu Maddömunni á banabeði hennar til þess hún fari ekki í verri staðinn eftir að hún skilur við.

 


mbl.is Staðan „mjög þung fyrir ríkisstjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband