Leita í fréttum mbl.is

Gott framboð

hug1_1224145.jpgÞað var mikið að kom alvöruframboð til embættis forseta Íslands. Maður var að verða úrkula vonar um að einhver með bein í nefinu og býsna skýrar hugsjónir um lífið og tilveruna léti slag standa og sæktist eftir þessu embætti. Ég er ekki í nokkrum vafa um að fólk mun fylkja sér um Andra Snæ, enda er framboð hans fagnaðarefni öllum þeim sem telja að starf forseta Íslands eigi ekki að vera lágkúrulegt tildur og snobb, heldur alþýðlegt og lífrænt og handhafi þess ódeigur við að taka í taumana þegar ríkisstjórn og Alþingi ganga fram með ójöfnuði og hernaði gegn náttúru landsins.

 


mbl.is Andri Snær staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Ekki dytti mér í hug að kjósa Andra. Af þeim frambjóðendum sem eru framkomnir myndi ég aðeins greiða formanni Öryrkjabandalagsins, Ellen Calmon atkvæði mitt. Einhverjir eiga eflaust eftir að heltast úr lestinni af ýmsum ástæðum og maður bíður bara sallarólegur eftir því að endanlegur framboðslisti verður lagður fram. Síðan fer maður að kynnast frambjóðendum og hugmyndum þeirra betur.

Hins vegar er undarlegt að hægt er að byrja að kjósa utan kjörfundar frá og með 30. apríl, þ.e. þremur vikum fyrir síðasta innskilafrest meðmælalista, sem er 20. maí, þ.e. 30. apríl.

http://www.kosning.is/forsetakosningar-2016/forsetakosningar/kjosendur/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar/

Þýðir það ekki, að þeir sem kjósa í maí gætu lent í því að greiða atkvæði ætluðum forsetaframbjóðanda, sem svo fær ekki að bjóða sig fram vegna ógildra meðmælalista? Fá þeir óheppnu kjósendur þá að kjósa aftur, og hver tékkar hvað þeir kusu fyrst, úr því að kosningarnar eru leynilegar?

Aztec, 11.4.2016 kl. 00:38

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er reyndar hægt að ógilda utankjörstaðaratkvæðið sitt, ef ég man rétt, og kjósa aftur fyrir kjördag.

Jóhannes Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 10:00

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Framboð til forseta kynnt í Þjóðleikhúsinu.

Það finnst mér mjög athygliverður kynningarstaður?

Þar sem allt er vel grænt, en verður svart þegar kemur að uppgjöri? Passar vel inn í umræðuna um "skattaskjól"?

Vinstri grænt, eða hægri grænt? Skiptir víst litlu máli í svona grænum svartamarkaðs viðskiptum vinstri-hægri grænu línunnar? Sjóaðir einstaklingar þekkja lífið og heimsins viðskiptahætti. En segja ekki frá, því það er ekki til neins þegar dómsstólar dæma saklausa og sleppa sekum.

Gróunnar á götunni hafa tekið að sér reiðidómstóla-ábyrgðina. Fjölmiðlar sjá um að byggja upp aftökueineltishring eftir pöntum dómara/lögfræðinga-hjarðarinnar skattaskjóls-ráðleggjandi og verjandi.

Forsetaefnið í Þjóðleikhúsinu mun að sjálfsögðu verða fyrsti forseti Íslands, sem ekki þarf að nýta sér aðstoð þessara lögspekinga?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.4.2016 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband