Leita í fréttum mbl.is

Íslendingum hefir ekki farnast vel í samskiptum sínum við stórbóndann

GlæpamennÓlafur stórútgerðarmaður og stórbóndi að Miðhrauni 1. er sko ingen islandsmænd fremur en þjáningabróðir hans, Pétur Þríhross. Þar af leiðir að hann er ekkert uppá það kominn að geyma fjársjóði sína á Íslandi. Enda hefir Íslendingum ekki farnast vel í samskiptum sínum við stórútgerðarmanninn og stórbóndann; þeir settu hann í fangelsi þessir andskotar, svo að undurgott fólk í ríkisstjórn landsins varð að breyta lögum til að frelsa þennan óumdeilda ástmögur sinn frá því að visna upp og verða að dufti á Kvíabryggju.

En nú er Láfi frá Miðhrauni kominn á Vernd og getur nú hlúð að fjármálafélögum sínum í Luxemburg, og Guð má vita hvar, úr vernduðu umhverfi frá morgni til kvölds án þess að hafa hortugar og óútreiknalegar glæpajurtir kringum sig eins og á Bryggjunni. 

Það eina sem skyggir á gleði Ólafs og borgarastéttarinnar um þessar mundir er bölvaður skríllinn sem gert hefir aðsúg að ríkisstjórninni hans Ólafs og er vís með að steypa henni af stóli við fyrsta tækifæri. Ef þessi skítugi, heimski og öfudsjúki skríll væri ekki til staðar með yfirgang sinn og illindi, þá væri ekkert til því til fyrirstöðu að Ólafur og hinir Tortólarnir skapi með hraði dýrðarríki arðráns og auðvalds af 2007 tegundinni og haldi áfram þeim glæsilegu umsvifum sem var á svo ljómandi góðu skriði á því dásamlega ári.


mbl.is Geyma milljarða í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Réttast væri að haldleggja þetta fé í skattaskjólum jafnóðum og það kemur í ljós. Setja lög um það, hvar sem það finnst.

Það hefði Kári Sölmundarson gert væri hann uppi á okkar tímum.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.4.2016 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband