Leita í fréttum mbl.is

Hvernig Jón iðnaðarmaður vandi Margréti konu sína af hrotum

threy1.jpgJón Jónasson iðnaðarmaður í Reykjavík bjó lengi vel við ægilegar hrotur eiginkonu sinnar, frú Margrétar Bernódusdóttur. Ævinlega þegar þau hjón voru gengin tið náða tók Margrét til við að hrjóta. Hljóðin voru líkust því að verið væri að gangsetja dísilvél í skipi, fyrir nú utan öll soghljóðin og korrið. Af þessari ástæðu svaf Jón iðnaðarmaður ekki heilan dúr árum saman. Hann var ætíð eins og tilgangslaus uppvakningur í vinnunni og þegar heim kom lyppaðist hann útaf við elhúsborðið. Vart þarf að taka fram, að fljótlega verð hann jafn svartur undir augunum og einn okkar ástsælast fyrrverandi forsætisráðherra.

Að lokum gafst Jón iðnaðarmaður Jónasson í Reykjavík upp, svo yfirbugaður á sál og líkama, að hann sá ekki fram á annað en að falla bráðlega frá fyrir aldur fram eða hafna gjörgeggjaður á vitlausraspítalanum á Kleppi, ef hann tæki ekki í taumana. Og honum auðnaist að taka í taumana. 

Um morguninn, eftir að honum tókst að venja Margréti af hrotunum fyrir fullt og allt, orkti hann dálitla ferskeytlu um atburðinn, því Jón er maður hagmæltur og hóflega gamansamur. En vísukornið, sem segir allt sem segja þarf er svo hljóðandi:

Ég hengdi Möggu mína í nótt með snæri
svo mér er þungt um hjartarót af trega,
en Margrét heitin hraut svo gífurlega,
að hér var ekki nokkurt undanfæri.


mbl.is 4 leiðir til að draga úr hrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Góð vísa toppaði hugljúfa sögu ! foot-in-mouth

Kristin stjórnmálasamtök, 31.8.2016 kl. 12:08

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Úbbs! Þetta var sent undir röngu bloggheiti! Vinsamlega þurrkaðu það út, Jói vísnamaður, ef þú getur, og hafðu þetta í staðinn:

Góð vísa toppaði hugljúfa sögu ! foot-in-mouth

Jón Valur Jensson, 31.8.2016 kl. 12:11

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha :-)

Níels A. Ársælsson., 1.9.2016 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband