Leita í fréttum mbl.is

Pakk ársins

ing5.jpgOg í dag gjörði Vitundariðjan Smartaland sér lítið fyrir og tilnefndi hjónin frú Ingveldi, Kolbein og heimaganga þeirra pakk ársins. Þegar frú Ingveldi var kunngerð tilnefning Vitundariðjunnar urraði hún af íllsku, enda grimmilega timbruð og full mannvonsku. Hóf hún þegar undirbúning hefndar. En þá er frú Ingveldur hafði kynnt nægilega undir aldlegu atgerfi sínu hélt hún innreið sína í Vitundariðjuna Smartaland og lét hart mæta hörðu. Hún byrjaði á að ávarpa forstöðufólk Vitundariðjunnar með því að kalla það málaliða og hryðjuverkamenn slúðurfabrikkunnar Svartahlands og lauk erindi sínu með því að lúberja veslings fólkið eins og hunda og draga eina smörtustu gelluna út á hárinu og velta henni þar uppúr forarpolli.

ingv8.jpgEins og gefur að skilja var heimsókn frú Ingveldar mikið reiðarslag fyrir eigendur og starfsfólk Vitundariðjunna Smartalands því að frú Ingveldur linnti ekki látum fyrr en hún fékk fyrirgefningarbeiðni og skriflega yfirlýsingu um að Smartaland drægi tilnefninguna um pakk ársins til baka. Samhliða hinni skriflegu yfirlýsingu til handa frú Ingveldi og hennar fólki samþykkti Vitundariðjan að tilnefna í staðinn, að tillögu frú Ingveldar, þá er stóðu fyrir árásinni að Sigmundi Dávíð pakk ársins.

ingv8_1205141.jpgFyrir öllu er að ágreiningur frú Ingveldar og Smartalands leystist á farsælan hátt og enginn er sár að ráði nema kvennsniptin sem frú Ingveldur dró útá götu, en hún er með hálfgerðan vott af heilahristingi, áfallastreituröskun og brotna framtönn í efri gómi. Þykir ferð frú Ingveldar öll hin röskasta og verðugur innblástur fyrir fyrir yngri konur landsins sem vilja láta að sér kveða í framtíðinni. 


mbl.is Pör ársins 2016
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er nú aldeilis glæsilegt framtak hjá frú Ingveldi og gríðarleg hvatning fyrir framagjarnar stuttpilsur landsins

Níels A. Ársælsson., 16.12.2016 kl. 22:25

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það eru allir á einu máli um það.

Jóhannes Ragnarsson, 16.12.2016 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband