Leita í fréttum mbl.is

Geðslegur stjórnmálaflokkur

x31Í dag, á aldarafmæli gömlu Framsóknarmaddömunnar, er unnið hörðum höndum að stofnun geðslegs stjórnmálaflokks. Í framkvæmdaráð um flokksstofnunina er þegar búið að skipa eftirtalið sæmdarfólk: Björn Bjarnason, Ingibjörgu Sólrúnu, Indriða Handreð, Sigmund Dávíð, Gjeir Haaardý og Sighvat Björgvinsson. Helstu baráttumál flokksins eru eins og búast mátti við, að hefja gömludansana aftur til vegs og virðingar; innleiða Stóradóm aftur í lög sem og Húsagatilskipunina; að endurreisa í samrstarfi við Verslunarráð nafnkenndar verslanir á borð við Tang og Riis, Örum og Wulf og Gúðmúndssensbúð; að taka rússneska drenginn af Ólafi Friðrikssyni og reka hann úr landi.

x32Þá hefir framkvæmdaráðið þegar sammælst um að reisa veglega styttu af ESB umsókninni í þjóðgarðinum að Þingvöllum og aðra styttu, ekki síður veglega, af NATO, sem staðsett verði í Engey til mótvægis við friðarsúlu Yógóar í Viðey. Þá er það skoðun Sighvats að ógurlegt minnismerki um Hanníbölin verði byggt yfir Ísafjarðarkaupstað hinn forna.

x33Eins og af fyrrgreindum atriðum má ráða, þá verður nýji flokkurinn bæði geðslegur og geðugur og þar verður sköpunargleðin í fyrirrúmi með glensi og óborganlegu gamni. Enda eru stofnendur hans allir kunnir af skopskyni og brandaramennsku. Ef hugðarefni hins geðslega flokks verða að veruleika er viðbúið að þjóðarbragurinn hefji sig uppúr hjólförum miðlungsmennsku og árangurslauss rifrildis, symfóníugargs og boltaleikja. 


mbl.is Tekur undir með Ingibjörgu og Birni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband