Leita í fréttum mbl.is

Upphafssetningin

,,Það hefir aldrei þókt góð latína að einhver eða einhverjir flækist fyrir samförum. Það er glæpur gegn tilvist lífs á jörðinni."

ko34Á þess leið hófst ræða stjórnaformannsins á hátíðarsamkomu í félagsheimilinu á 17. júní. Síðan vék hann umsvifalaust að sprettu í túnum og aflabrögðunum á síðustu vetrarvertíð. Eftir sátu hátíðargestir og hölluðu undir flatt og reyndu af alefli að koma upphafsorðum stjórnarformannsins heim og saman, án nokkurs sýnilegs árangurs. Og þegar stjórnarformaðurinn lauk máli sínu með nokkrum frumortum brunavísum og hálfsóðalegum afmorsstökum vor áheyrendur jafn nær um fyrstu setninguna í þessari kynlegu ræðu. Hvurn sjálfann andskotann var bölvaður kallskrjóðurinn að fara með svona óskiljanlegri setningu? Var hann máske að draga dár að fólki?; var hann fullur; átti þetta að vera skens á Jón forseta, 17. júní og Fjallkonuna? Eða mismælti stjórnarformaðurinn sig svona neyðarlega? Við þessu fengust að sjálfsögðu aungin svör; ef einhver ætlað tala sig á kurteisan hátt í átt að upphafssetningunni og inna stjórnarformanninn eftir skýringu á þeim, sagði karlinn viðkomandi með þjósti að halda kjafti. Það svar, ,,að halda kjafti" hafði stjórnarformaðurinn líka notað með góðum árangri nokkrum árum fyrr gegn ölvuðum óráðsígemlingi, sem hafi leyft sér að trufla ræðu hans með óviðeigandi drykkjurausi. Sú uppákoma gerðist einnig á hátíðarstund í félagsheimilinu.

Því miður höguðu örlögin því þannig, að nokkrum árum eftir ,,ræðuna með upphafssetningunni" varð sá leiðindaatburður að fyrrnefndur stjórnarformaður varð úr heimi hallur, án þess að nokkur haldbær skýring fengist á upphafsorðum ræðunnar frægu. Og eins og við manninn mælt, þá var stjórnarformaðurinn vart kólnaður í gröf sinni, þegar formaður félagsins framkvæmdi nokkra snjalla leiki, sem gerðu honum kleyft að stela félaginu með húð og hári og stinga af til Reykjavíkur með milljonirnar. 


mbl.is „Við sækjumst eftir framförum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband