Leita í fréttum mbl.is

Þá illir menn endgurholdgast í dýrum

x21Jæja, það átti þá fyrir Jimi Hendrix að liggja, að endurfæðast sem hundur uppi á Íslandi og lenda í húsnæðishraki. Ég hefi að vísu spurnir af manngarmi nokkrum, sem ég þekkti hér fyrrmeir, sem geyspaði golunni, öllum til gleði, og endurhodgaðist skömmu eftir andlát sitt sem bolakálfur hjá Brynjólfi bónda. Fram að þessu hefir bolinn atarna ekki verið í húsnæðishraki því hann hefir fast aðsetur í tuddabásnum í fjósi Bryjólfs. Frá upphafi var ljóst, að ekki var allt með felldu með þennan nautkálf, því hann sýndi strax karaktereinkenni, sem sýndu fram á að þar væri endurfæddur einhver ólánsmaðurinn. Hefði þessi kálfur fæðst í fjósi einhvers annars bónda, hefði honum umsvifalaust verið slagtað og kastað fyrir hrafn og ref.

En af því að Brynjólfur bóndi er eins og hann er, þá ákvað hann að þyrma lífi hins nýborna kálfs og ákvað að gjöra hann að þarfanauti sínu. Og kalfskrattinn óx upp og varð að stórhættulegu blótneyti, sem þráði ekkert heitar en að ráða menn og konur af dögum, því var hann tjórðraður með hlekkjum úr akkerisfesti úr togara. Nótt eina slapp tuddi úr hlekkjunum, sleit þá hreinlega í sundur, braut sér leið út úr fjósinu og hljóp í hendingskast að næsta bæ og vann þar ótrúlegustu spjöll, en fólkið barg sér með því að flýja á nærklæðunum einum upp á húsþak og hímdi þar í stinningkalda og snjófjúki uns Brynjólfur birtist um morguninn og sókti tudda sinn. Þá var þetta risavaxna kvikindi búið að mölbrjóta bæði íbúðarhúsið og gripahúsin, stanga tuttugu og fjórar ær í hel, nauðga kúnum, þar af tveimur til bana. Enn fremur braut nautið upp hænsnakofann og myrti alla þar inni.

Af þessu sést hve vondir og hættulegir menn geta áorkað eftir dauðann með því að endurholgast í búfénaði manna, að að ekki sé tala um gæludýrin, sem þessir þrjótar skirrast ekki við að smjúga inn í til að valda usla meðal eftirlifandi fólks. Til að mynda er alkunnugt um stjórnmálamanninn, sem endurfæddist í fjárhundinum Snata, sem hafði mannsvit og stóð fyrir öflugum flokki dýrbíta, sem stunduðu sumarlangt meiri hryðjuverk í sauðfjárhögum en vitað er um. Þegar upp komst um dýrbítana voru þeir allir hengdir, nema Snati því hann kunni að komast undan og skríða í fleti sitt og láta líta út fyrir að hann hefði ekki komið nálægt hryðjuverkum þeim á heiðum, sem voru vel á veg komin með að eyða sauðfjáreign bænda þar í sveitinni.  


mbl.is Fjögur deila 45 fermetrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband