Leita í fréttum mbl.is

Nú liggur allt Seltjarnarnes undir grun

fugl1Þetta kom líka fyrir á Snæfellsnesi; tvær konur gengu sem sé fram á lík af álft sem hafði líklega andast þá fyrr um morguninn því vargurinn var ekki búinn að uppgötva breytta hagi álftarinnar. Konurnar urðu að vonum óttaslegnar, en samt þó ekki svo að þær hlypu á brott án þess að reyna skylduga endurlífgun á hinni látnu. En þegar þar kom enndurlífguninni að álftin leysti vind með allmiklum hávaða tóku konurnar til fótanna, trylltar af hræðslu, og hlupu beint af augum yfir hvað er fyrir varð þar til önnur þeirra lenti utan í gaddavírsgyrðingu og slasaðist. Loks þegar menn komu á vettvang var ekkert eftir af álftinni annað en hausinn og hálsinn, en búkurinn ásamt vængjum og stéli var allt á bak og burt. Um þetta atvik hefir síðan aldrei verið minns á, sem reynst hefir auðvelt á Snæfellsnesi því þar er fólkk skikkanlegt og talfátt.

Ekki ósvipað atvik gerðist í Danmörku hér um árið. Þá fundu strákar dauðan kóng úti á víðavangi. Þetta var gestkomandi kóngur í Danaveldi og hafði tekið sér morgungöngu árla mjög. Þegar betur var að gáð kom í ljós að kóngurinn var með heljarinnar gat eftir byssukúlu á vissum stað. Þessi óvænta uppákoma þókti hið versta hneyksli og því var dánarorsök og dánarstað hins látna haldið leyndum fyrir almenningi og kóngurinn fluttur í kyrrþey til síns heimalands og síðan gein út tilkynning að hann hafi andast sætlega í rúmi sínu eftir örstutt veikindi. Strákarnir sem fundu kónginn fengu all álitlega upphæð í bankaseðlum í fundarlaun um leið og þeim var gert þaðð fullkomlega ljóst að ef þeir kjöftuðu frá þá yrðu þeir báðir tunguskornir umsvifalaust fyrir vikið.

Nú er viðbúið að andlát álftarinnar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi eigi eftir að valda usla meðal þjóðarinnar, fyrst búið er að hlaupa með það í blöðin og aðra fjölmiðla. Allra augu eiga eftir að beinast að Seltirningum út af þessum atburði og þeir grunaðir um morðveknað af yfirlögðu ráði. Það verður líka rifjað upp, ,,að Seltjarnarnesið er lítið og lágt og að þar lifi fáir og hugsi smátt." Til marks um lágkúrulegan hugunarhátt Seltirninga verður rifja upp að þeir kjósi að miklum meirihluta Sjálfstæðisflokkinn, sem sýni svo ekki verði um villst að íbúar þessa lágreista útnára hafa ekkert skánað síðan fraukan kom vappandi inn í Reykjavík til að skemmta Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi og vini hans. 

(Meðfylgjandi mynd er af dæmigerðri seltanjarnessálft.)


mbl.is Álft fannst dauð við Bakkatjörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Dúfa fannst myrt í Breiðholtinu í gær, rétt ofan Nettó. Mast hefur enn ekki látið sjá sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 8.4.2017 kl. 05:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband