Leita í fréttum mbl.is

Hátíđarhöld og frásögn af skátum

skáti5Ţađ er nokkuđ til í ţví ađ veđriđ hafi ekki hindrađ svokölluđ ,,hátíđarhöld" í dag. Ţví er nú ver. Ef ţađ eru hátíđarhöld ađ glápa á skáta norpandi međ fána í lúkunum ţá verđur mönnum flest til skemmtunnar. Hinn dularfulli ţjóđflokkur, ,,skátar" er auđvitađ kapítuli út af fyrir sig. Međ mörgum ţjóđum eru skátasögur nćsti bćr viđ glćpasögur, enda hafa skátarnir, eftir öllum sólarmerkjum ađ dćma, sitthvađ sérkennilegt á samviskunni. Í eina tíđ var uppi orđrómur ţess efnis, ađ hópur skáta í Reykjavík hafi fariđ marsérandi, ásýndar eins og herdeild úr Hitlirsćskunni, alla leiđ vestrá Snćfellsnes og sett sig ţar niđur uppi á fjöfarinni heiđi. Ţađan gerđu skátarnir út ránsferđir niđur í byggđ og ţóktu strax hinn versti vágestur ţar ađ mati heimamanna.

Ţó var mál manna ţar vestra, ađ út yfir alla ţekkta ţjófabálka ţar um sveitir, hefđi veriđ sá hvimleiđi siđur skátanna ađ ganga örna sinna viđ útidyr manna. Tveir snćfellskir bćdur báru skátum á brýn ađ hafa tekiđ hunda ţeirra af lífi, annan međ skátahníf, hinn međ boga og ör. Ţann tíma er skátarnir höfđust viđ á heiđinni er taliđ ađ ţeir hafi brotist inn og stoliđ á yfir 40 stöđum, ađallega matvćlum svo sem smádilkum á fćti sem og hćnsnfuglum, einnig ýmiskonar áhöldum til gađryrkjustarfa. Ađ lokum komust skátarnir inn í bćkistöđ alrćmdasta bruggara hérađsins; frá honum stálu ţeir á milli 50 og 100 lítrum af fullsođnum landa.

Ţegar skátarnir höfđu dröslađ hinu ţjófstolna og forbođna áfengi upp á heiđi hófst ógurlegt skátafyllirí međ varđeldi, skátasöngvum og gítarslćtti. Timbrinu í varđeldinn höfđu ţeir ađ sjálfsögđu stoliđ líka. Ţegar bruggarinn var ţess var ađ hluti af framleiđslu hans var af ţjófsvöldum á brott kallađi hann saman hóp vaskra drengja, sem lagđi á heiđina vopnađir bareflum og haglabyssum. Ţegar bruggarinn og menn hans komu ađ skátunum var gleđskapur ţeirra kominn út í öfga međ sóđalegum samrćđislegum tilburđum og kynvillu. Nú, ţađ skipti auđvitađ aungvum togum og heimamenn ráku skátana, blindfulla og vitlausa, á hamslausan flótta og linntu ekki eftirförinni fyrr ţeir höfđu komiđ skátunum suđur fyrir sýslumörk Snćfellsness. Ţar tóku Mýramenn viđ skátunum og gerđu ţá ađ ţrćlum sínum fram ađ veturnóttum. 


mbl.is Veđur hindrađi ekki hátíđarhöld
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband