Leita í fréttum mbl.is

Nú skal leggja Þingvelli niður

xd13_1053333.jpgFyrst að Kolbeinn Kolbeinsson hefir dregið Sigmund Dávíð upp úr Fjóshaug Framsóknarmaddömunnar og plantað honum niður í Þingvallanefnd er augljóst að búið er að taka ákvörðun um að leggja Þingvelli niður og fjarlægja þá af landakortinu. Það er nefnilega svipað með þennan Sigmund Dávíð og þvottasápuna Lúvíl, sem auglýsingar sögðu að væri efnakljúfur sjálfrar náttúrunnar; Sigmundur Dávíð er sko flokkakjúfur í Framsóknarflokknum. Og að frú Ingveldur hafi djöflað Páli Magg í nefndina fyrir hönd Höfuðbólsins á Auðvaldsvöllum sannar þessa kenningu svo um munar.

Nú kann einhver að varpa fram þeirri spurningu hvað verði þá um Þingvallavatn eftir að Þingvellir verða formlega afmáðir. Því er til að svara, að Þingvallavatn verður annaðhvort endurnefnt eða einfaldlega fyllt upp í það. Að fylla Þingvallavatn af mold og grjóti væri auðvitað gífurlegur búhnykkur fyrir hagvöxtinn og þá ekki síður fyrir duglega verktaka. En hvað verður þá um Þingvallakirkju og þjóðgarðsvörðinn? Jú, þjóðgarðsvörðurinn verður settur á eftirlaun eða gerður að sendiherra, kirkjan verður hænsnakofi þar sem haninn stígur í stólinn á hverjum morgni og galar: ,,Ræs dræs rassinn blæs."

Þó verður einum stað á Þingvöllum hlíft og honum reyndar lyft til fyrri vegs og virðingar. Umræddur staður er að sjálfsögðu sá frægi Drekkingarhylur í Öxará. Og hann verður ekki aðeins hafinn til vegs og virðingar heldur er honum í framtíðinni ætlað að gegna sama hlutverki og hann gengdi, þar er frá var horfið á átjándu öldinni, sem sé að embætta lauslátar kvensniptir til eflingar góðu siðferði í landinu. 


mbl.is Sigmundur Davíð í Þingvallanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband