Leita í fréttum mbl.is

,,Sú tegund af fáráðlingum sem hafa dúxaveikina"

fullur2,,Mér er sagt ég hafi í skóla verið sú tegund af fáráðlingum sem hafa dúxaveikina. Það er talið á Íslandi að þeir sem hafa þessa veiki geti aldrei orðið annað en drykkjurúta, blaðamenn eða undirkontóristar." (Brekkukotsannáll - Halldór Laxness)

Og enn í dag þykja fregnir af dúxum vera fréttaefni í blöðum og öðrum miðlum á Íslandi, þrátt fyrir að afdrif dúxa séu landsmönnum fyrir löngu kunn og það að verða dúx á stúdentsprófi þýði hér um bil það sama og ,,að fara í hundana." Við sem þekktum hann Jón okkar hérna stúdent efumst aldrei um þá ógæfu sem óhjákvæmilega fylgir dúxaveikinni svokölluðu. Jón stúdent dúxað í til stúdentsprófs með einkunninni 9,87. Að loknu prófi var hann sjáfkrafa talinn meðal gáfuðustu manna þjóðarinnar og þar af leiðandi þótti ekki annað viðeigandi en að hann væri strax gerður að undirkontórista og allir voru vissir um að hann yrði orðinn stórforstjórinni innan örfárra ára. Því miður kom fljótlega í ljós að Jón stúdent var öldungis ónothæfur undirkontóristi og minnstu mátti muna að fyrirtæki fengi á sig tugmilljonasektir og yfirkotóristinn og forstjórinn færu í steininn vega afglapa Jóns. Eftir að Jóni hafði verið sagt upp störfum sem undirkontóristi slæddist hann eins og fyrir tilviljun í blaðamennsku; hann gerðist sem sagt blaðamaður á Morgunblaðinu. Ekki varð blaðamennskan Jóni stúdenti gifturík eða löng. Fljótlega eftir að hann hóf störf á Morgunblaðinu álpaðist hann til að skrifa frétt um eldfimt málefni, þ.e. utanríkismál og út úr þeirri klausu lásu menn að Jón stúdent hefði glæpsamlega mikla samúð með þeim aðilja Kalda stríðsins, sem yfirboðarar á Morgunblaðinu höfðu ógeð á. Þar með var hinum stórgáfaða fyrrum námsmanni sparkað út úr húsum Moggans og nafn hans letrað í vissa bók sem hefir að geyma nöfn yfir varhugaverða og þjóðhættulega náunga.

Þá blaðamennsku lauk af hálfu Jóns stúdents lá leið hans, eins og honum væri stjórnað af óbifanlegu náttúruafli, út á strætið þar sem hann gerðist drykkjurútur. Iðulega var hann á stjái á Austurvelli og í Austurstræti og götustrákar híuðu á hann og köstuðu í hann eggjum sér til skemmtunarauka. Konur strætisins vildu ekkert með þennan dúx hafa; sögðu hann vera öfugugga og villudýr til ástarbragða, um annað kvenfólk var ekki um að tala í lífi Jóns stúdents. Loks fannst hann dauður á grúfu á syðri tjarnarbakkanum, einn vetrarmorgun, við hliðina á styttunni af Ólafi Thórs. Nokkrum dögum síðar var hann grafinn í kyrrþey að viðstöddum aðstoðarpresti og tveimur gröfurum einum manna. Dúxxx 


mbl.is Dúxinn hefur oft fórnað svefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Stúlkan, sem í dag varð dúx,

drengjum öllum skákar,

eflaust verður einstakt lux

ex occidente, strákar!

 

Talað er um lux ex oriente: Ljósið úr austri. Ljósið úr vestri er þá lux ex occidente.

Jón Valur Jensson, 28.5.2017 kl. 03:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband