Leita í fréttum mbl.is

Framfarirnar eru gífurlegar

dog5Þá er neyðin knýr dyra og öll sund lokuð, ferillinn á enda runninn og í rauninni ekki annað eftir en að snáfa heim með skottið millum lappanna, knén brostin og fúnandi fætur óumflýjanlegir þá gjörast endrum og sinnum kraftaverkin hin meiri. Og nú hafa þeir fundið upp ekta krossbönd úr ofurtógi sem þola meira að segja hlaup og hopp og hí á gervigrasvelli. Það sem meira er, er hin gleðilega staðreynd, að nú verður frá og með deginum í dag hægt að skipta út ónýtum mennskum krossböndum fyrir krossbönd úr ofurtógi í hálfleik og leikmaðurinn, eða leikkonan, hleypur út á völl eins og nýfæddur kálfur á eftir. Eftir allt saman þá er þetta ekki eins ömurlegt fyrir Margréti Láru eins og hún vill vera láta.

Og blessunarlega er ofurtógið til fleiri hluta brúklegt en að flétta úr því endingargóð krossbönd. Til dæmis er gráupplagt að græða það á hárlaus höfuð, semfarið er að gera í amríku. Meðal frægs fólk með hárlubba úr ofurtógi má nefna Dónald Trump og Teresíu May. Enn fremur hefir frægur próféssor og doktor, Hemann Ginkel að nafni, sem missti skegg sitt af taugaveiklun út af siðferði eiginkonu sinnar, látið gæða á sig ofurtógsskegg sem vex fimm sinnum hraðan en venjulegt skegg.

Framfarirnar eru svo gífurlegar, að brátt verður hægt að endurlífga löngu steindauða menn sem ekkert er eftir af annað en grindin. Það væri dásamlegra en allt sem dásamlegt er ef við findum gröf Egils forföður okkar Skallagrímssonar rétt í þann mund sem endurlífganir þessar væru að koma á almennan markað, að ekki sé talað um hvílík umbylting það væri ef Íslendinga bæri gæfa til að öngla saman beinum okkar ástsælasta morðingja, Bjarnar bónda frá Öxl. En nú ku allt vera að gerast og varla langt að bíða þess að fólk geti keypt farmiða til Hymmnaríkis þegar það nennir ekki lengur að vafsast um hér á jörð.


mbl.is Ég vil ekki loka sögunni svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband