Leita í fréttum mbl.is

Því verður ekki trúað um íslenska sósíalista

rev8Það er eðlilegt að Sósíalistaflokkur Íslands fái lítið fylgi í skoðannakönnunum því að sá flokkur er ekki gefinn upp sem kostur í slíkum könnunum. Ég held að ég sé búinn að taka þátt í einum þremur skoðannakönnunum síðan Sósíalistaflokkurinn kom fram á sjónarsviðið og í engri þeirra var Sósíalistaflokkurinn gefinn upp sem valkostur; í einni þeirra dúkkaði upp nafn Alþýðufylkingarinnar, sem er svipaður flokkur.

En hvað sem skoðannakönnunum líður, þá er dagljóst það vantar sárlega stöndugan sósíalistaflokk á Íslandi. VG og Samfylkingin, sem ýmsir litu til sem sósíalískra flokka, hafa gjörsamlega brugðist; annar þerra, Samfylkingin gerðist hægriflokkur þegar í upphafi og þegar til kom vildu flokkseigendur VG ekkert með sósíalisma hafa, enda sýndi sameiginleg ríkisstjórn Samfylkingar og VG að þeirra grundvöllur byggðist eingöngu á kapítalismanum, þar með voru þeir úr sögunni sem vinstriflokkar þó svo að einhverjir hafi ekki fattað það ennþá.

Það er mín von að Alþýðufylkingin sameinist Sósíalistaflokki Íslands, eða gangi hreinlega í Sósíalistaflokkinn í heilu lagi. Ennfremur þurfa sósíalistarnir, sem enn eru á ráfi í VG að koma til lisð við Sósíalistaflokkinn, sama er að segja um þá sósíalista sem kunna að vera enn í Samfylkingunni. Því verður ekki trúað, að íslenskir sósíalistar séu svo miklir eignhagsmunaseggir, eða svo sérsinna, að þeir geti ekki komið einum sæmilega róttækum sósíalistaflokki á ásættanlegt ról með sameiginlegu átaki. Í dag eiga sjö flokkar sæti á Alþingi Íslendinga; allir eiga þeir sameiginlegt að byggja í grunninn á kapítalískum viðhorfum og stunda pólitík sem fellur að auðvaldþjóðskipulaginu. Á því verður engin breyting. Í starholunum er svo fasískt fyrirbæri, sem kallar sig ,,Flokk Fólksins," sem slær um sig með lýðskrumsgaspri um bág kjör fátækra og grætur krókódílatárum vegna lífskjara aldraðara og öryrkja. Þessi flokksómynd er illu heilli komin á blað í skoðannakönnunum þrátt fyrir að hann sé skipaður hálf- og heilgeggjuðu fólki sem gerir sér hægt um vik og kennir flottamönnum, hælisleitendum og muslimum um ill kjör fátækra á Íslandi. Það ætti hver maður að geta sagt sér það sjálfur, að í svona umhverfi er mjög brýnt að staðar sé öflugur sósíalistaflokkur til að berjast gegn auðvaldi og fasisma.     


mbl.is „Við eigum fullkomlega erindi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er einmitt það sem er:  VINSTRI MENN Á ÍSLANDI ERU SVO SUNDRAÐIR OG SVO ER EINSTAKLINGSHYGGJAN SVO MIKIL.  ÞEIR ERU SÍFELLT AÐ "PLOKKA AUGUN" HVER ÚR ÖÐRUM, ÞANNIG AÐ ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ NÆR EKKERT VINSTRA AFL HÉR FÓTFESTU.

Jóhann Elíasson, 9.8.2017 kl. 17:14

2 Smámynd: Aztec

Það er eftirtektarvert, að Gunnar Smári skyldi hrósa uppgangi sósíalismans í Bretlandi. Framgangur Labours í síðustu kosningum kom að miklu leyti til vegna umsvifamikilla kosningasvindla og falskra kosningaloforða, eins og allir vita. Það er verið að vinna í því að breyta kosningalögunum til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.

Forystumenn Labours, sem eru ESB-sinnar og rasistar upp til hópa auk þess að vera góðir vinir hryðjuverkamanna eru meðal mest hötuðu í Bretlandi. Frilla Corbyns, sem hefði orðið innanríkisráðherra ef Labour hefði unnið, hefur greindarvísitölu á við fábjána og kann hvorki að margfalda né deila. Svo að hamingjunni sé lof fyrir tap Labours.

Ætlar Gunnar Smári virkilega að hafa þetta sem fyrirmyndir? Ég bara spyr.

Ég álít að það væri gagnlegast að leggja sósíalismann alfarið á hilluna og byrja að styðja við láglaunafólkið og hinar vinnandi stéttir í landinu í staðinn. Því að það gerir enginn flokkur á Alþingi í dag.

Aztec, 9.8.2017 kl. 18:37

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

En hvað um blóðuga byltingu? Eða er síðuhafi bara sófakommi?

Wilhelm Emilsson, 9.8.2017 kl. 23:59

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Samfylkingin er ekki sósialiskur flokkkur. Samfylkingin er jafnaðarmannaflokkur, sosíaldemócratiskur flokkur sem er allt annað. Það ættu menn að vita sem eru eitthvað að pæla í þessum málum.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.8.2017 kl. 08:55

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þið segið nokkuð drengir. Og kærar þakkir fyrir athugasemdirnar.

Ég er nokkuð sammála Jóhanni hér að ofan, nema hvað ég held að bæði kjósendur og stjórnmálamenn séu afar ruglaðir þegar kemur að sósíalisma og vinstripólitík almennt.

Um athugasemd ,,aztecs" hef ég ekki annað að segja en það, að ég tek ekki þátt í kjaftasögum og slúðri eihverra ógæfusamra hægridrjóla, sem aztec gerir að umræðuefni.

Blóðug bylting verður ekki nema við sérstakar og mjög vondar aðstæður þegar engin önnur úrræði eru fyrir hendi. En ég get glatt Wilhelm með því, að nú orðið er ég bara sófakommi, hvað sem gerðist ef raunveruleg sósíalísk bylting stæði fyrir dyrum.

Hvernig er það Jón Ingi, veistu hvað orðið sósíalisti hefur verið þýtt á íslensku?; veistu hvað jafnaðarmaður merkir á erlendum tungum?. Og hvað með þetta sosial í sosialdemocratismanum? Fyrir hvað stendur það?
Hinsvegar veit ég nokk hvað jafnaðarmaður þýðir hjá krötum á Íslandi, þú þarft ekki að hafa fyrir að svara mér því. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.8.2017 kl. 17:59

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hressilegt svar, Jóhannes.

Wilhelm Emilsson, 10.8.2017 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband