Leita í fréttum mbl.is

Og hann vaknaði upp með hræðilegan geðsjúkdóm

danUpp úr hádegi í dag var Kolbein Kolbeinsson skrifstofustjóri og framsóknarmaður í þungum þönkum og var alls ekki rótt. Hann fann ekki betur en hann væri orðinn raunverulega geðveikur; það hringsnerist allt í höfðinu á honum eins og hann væri kominn með geðklofa, í það minnsta hugarklofa, - eða alla vega einhvern andskotans klofa. Gærdagurinn og nóttin var að hluta hulin móðu og svartholum en inn á milli voru skýrar myndir, heiðskýrar. Samkvæmt hinum skýru myndum var ekki annað að sjá en að hann hefði verið á tveimur stöðum í einu; Kolbeinn mundi nefnilega ofurvel að hann hafði rekist á Brynjar Vondulykt fyrir tilviljun í dragdrottningarbúningi á Laugaveginum klukkan tíu. Þetta hefði verið gott og blessað ef önnur mynd, jafn skýr, hefði ekki staðið honum fyrir hugskotssjónum, en það var að hann hafði mætt Kristjáni Júlíussyni ráðherra á götu í gleðigöngu Samherja á Dalvík; Kristján ráðherra var í samherjabúningi og þeir höfðu óskað hvor öðrum gleðilegrar hátíðar með handabandi. Og Kolbeinn mundi greinilega, að hann hafði litið á armbandsúrið sitt rétt áður en hann mætti ráðherranum og þá var klukkan nákvæmlega tíu.

Það sem Kolbeinn kom ekki heim og saman var sem sé, að hann hefði verið þáttákandi í tveimur gleðigöngum á sama tíma á sama sólarhring, annarri fyrir sunnan hinni fyrir norðan land. Þegar hugur Kolbeins fór óumbeðinn að bera saman búninga Vondulyktarinnar og Stjána ráðherra setti nákaldan hroll að honum. Víst var Brynjar vondalykt óhugnanlegur í dragdrottningarbúningnum, en því miður var Stjáni mörgum sinnum óhugnanlegri í samherjabúningnum. Og það lá við að Kolbeinn trompaðist af deleríum tremens. Honum til bjargar á þeirri stundu var að stökkva upp úr bælinu og uppgötva að hann var staddur í ókunnugu húsi, en það sló huganum í bili frá gleðigöngunum tveimur, Vondulyktinni og ráðherranum. Kolbeinn æddi felmsfullur út að næsta glugga og gægðist út og komst að því að hann hafði ekki hugmynd um hvar í veröldinni hann var.

En þegar Kolbeinn væflaðist gjörsamlega ráðalaus aftur að bælinu, sem hann hafði fyrir skemmstu skriðið upp úr, rak hann í rogastans. Þar lá garmurinn Brynjar Vondalykt í þungu áfengis- og eituefnadái með dragpilsin uppum sig og í mjög klámfenginni stellingu. Þarna lá einnig Máría Borgargagn, nauðaber, í aldeilis óveiðeigandi faðmlögum við sjálfa frú Ingveldi. Yfrum þessi þrjú lágu um þvert Óli Apaköttur og Indriði Handreður, jafn steindauðir og hin, báðir hinir sóðalegustu með brækurnar á hælunum. Það var auðséð hvað þetta helvítis pakk hafði verið að aðhafast um nóttina, hugsaði Kolbeinn og kúgaðist af hneykslun og gubbaði grænu yfir endemin í valnum. En þegar honum varð litið á vegginn ofan við bælið blasti við honum hargans mikil mynd, portrett, af einhverjum hvimleiðasta ráðherra sem uppi hefir verið á Íslandi, ógéðslega væmnum á svip og skælbrosandi. Þá varð Kolbeini nóg boðið og hann hljóp úr þessu andstyggilega húsi eins hratt og fætur toguðu og eitthvert út í buskann. Það næsta sem hann vissi var að hann var blessunarlega staddur á knæpu og þambaði úr hvurju brennivínsglasinu af öðru.  


mbl.is Svo mikill fjöldi að götur stífluðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Það hefur verið mikið fjör í hinu árlega Samherjapartýi til heiðurs kvótakerfinu og fögnuður viðstaddra feikilegur er Samherjaráðherrann og fyrrum bæjarstjóri á Ísafirði flutti hátíðarræðuna.

Níels A. Ársælsson., 14.8.2017 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband