Leita í fréttum mbl.is

En ber það ekki vott um spillingu, ófyrirleitni og bófaeðli? ...

heim5.jpgOg undanrennan sullast um gólfin hjá VG og smýgur niður í allar sprungur og verður af fúlri drullu á örfáum dögum. Þetta er fólkið sem vogar sér halda að þau séu arftakar gamla kommúnistaflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins, séu réttbornir erfingjar Brynjólfs Bjarnasonar, Einars Olgeirssonar, Magnúsar Kjartanssonar, Lúðvíks Jósepssonar, Guðmundar Jaka og Eðvarðs Sigurðssonar. Satt að segja finnst mér engu líkara en að hópur illa gefinna tækifærissinna og uppskafninga hafi komist í arfinn og stolið honum, svona rétt eins og útgerðarmennirnir hafa stolið fiskveiðiauðlindinni og bankaræningjarnir bönkunum.

Þegar maður lítur yfir þá framboðslista VG, sem búið er að gefa út, þá fallast manni hreinlega hendur; þar ægir saman efrimillistéttarliði og millistéttarpáfagaukum á sparifötunum sem vilja telja sig efrimillistéttar. Allir eru þessir frambjóðendur nauðalíkir hverjum öðrum, tilheyra sömu klíkunni og allir með lappirnar jafnlangt fyrir ofan veruleikaheim erfiðisvinnufólks og fátæklinga. Svona er nú komið fyrir ,,róttækasta vinstriflokknum á Íslandi", eins og helstu klíkuskörungarnir kalla VG á tyllidögum. Ja skárri er það róttæknin sem hafnar alfarið sósíalisma og vill ekkert af honum vita og heldur nú opnum þeim möguleika að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Ojbara.

Síðustu ár efur mikið verið rætt og ritað um spillingu og ófyrirleitni auðvaldsins á Íslandi, einkum sjálfstæðis- og framsóknarmanna, sem búið hafa um sig í kjötkötlunum í marga áratugi og eiga þar lögheimili. Ekki ætla ég að mæla þeim gráðugu úrkynjunarfénaði bót, fjarri fer því. En hvernig er það, ber það ekki skýran vott um spillingu, ófyrirleitni og bófaeðli, að stela öllum arfinum frá gamalgróinni stjórnmálahreyfingu íslenskra sósíalista og breyta honum í einhverskonar kapítalískan skítavaðal fyrir Steingrím, Álfheiði og Svavarsfjölskylduna og þau hin sem fá náðarsamlegast að vera í klíkunni með þeim og nudda sér upp við kálfana á þeim eins og undirgefnar hundtíkur?


mbl.is Edward varaformaður VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband