Leita í fréttum mbl.is

Gott hjónaband

ing27Hvað hefir ekki frú Ingveldur oft kvartað undan sínum ektamaka og þá ekki síst ömurlegra athafna hans í rúminu? Hún hefir vaknað upp um miðjar nætur við herfilega afmorsdrauma makans; hún hefir mátt búa við það að makinn hafi eistaka sinnum gert si sona í rúmið; hún hefir, að kröfu makans, orðið að samþykkja ósiðlega iðju með Máríu Borgargagi og Indriða Handreði í rúminu. Þá er ótalið þegar helvítis geitunguinn gerði atlögu að þjóhnöppum Kolbeins þegar þau hjónin vóru í óðaönn að uppfylla helgustu skyldu hvurs hjónabands, en af völdum þeirrar árásar þurftu þau hjónin að dvelja á sjúkrahúsi um skeið.

Það vantar svo sem ekki að upp á að á ýmsu hefir verið bryddað í hjónarúmi þeirra frú Ingveldar og Kolbeins, enda fullyrðir frú Ingveldur að eiginmaður hennar sé einhver ámatlegasti öfuguggi sem um getur í mannkynssögunni. Þess vegna hafi hún oft íhugað að fara með Kolbein til hrossalæknis og láta steingelda hann, það væri akkúrat ekki búandi við svona helvískt gerpi. Og þó ekki hafi enn orðið neitt úr aformum frú Ingveldar með geldinguna hefir hún þrásinnis látið Kolbein sofa í miðstöðvarkompunni í nokkurskonar sóttkví, því kallar eins og hann sæeu vísir með að þefa uppi allskonar sjúkdóma, til dæmis fransós, eða flatrara, eða lekanda, því síst af öllu hefir frú Ingveldur áhuga á að verða kölluð lekandagrýla eða eitthvað þessháttar.

En því miður segist frú Ingveldur fallast á það að maki hennar sé ömurlegur í rúminu og það sem verra er þá hafi hann aldrei verið frábær elskandi, því síður frábær. ,,Þetta er helvítis rotta" er einkunnin sem frú Ingveldur gefur Kolbeini eiginmanni sínum og telur að hann væri best geymdur geymdur innan um úrkynjaða fornrómverja. Að lokum vill frú Ingveldur geta þess, að innan skamms færi hún hjónarúmið út á lóð og kveiki í því og sjái svo um að það brenni til ösku.


mbl.is Makinn er ömurlegur í rúminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband