Leita í fréttum mbl.is

Líkneskið á borðinu

x5Það er heilmikil nýlunda ef Samfylkingin er farin að vilja vita eitthvað um félagshyggju, eða ,,félagslegu stoðina" eins þeir kjósa að kalla fyrirbærið. Frá stofnun Samfylkingarinnar hefir sá flokkur verið upptekinn af verýkúl hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, auðvaldsins. Þar áður var forveri Samfylkingarinnar, Alþýðuflokkurinn, dyggasta fylgitungl Sjálfstæðisflokksins, hjáleigan í túnfæti Höfuðbólsins. Þær voru ófáar ferðirnar sem búrtíkurnar á hjáleigunni ruku geltandi og froðufellandi með óargadýrum heimamanna á Höfuðbólinu til að reka meinta sósíalista og hugsanlegan sósíalism úr túnum og afréttum auðvaldsins. Brjóstumkennanlegri kykvendi er vart hægt að hugsa sér.

En auðvitað er hræsnisfullt daður Samfylkingarstrumpa við ,,félagsstoðina" á þessum tímapunkti núna einskisverð markleysa; eftir kosningar munu þessar metnaðarlausu eignir leggjast á kaf í hagvaxtar- og rottukapphlaupsmareninguna hjá sínum líkum á Höfuðbóli kapítalistanna og sverja af sér alla félagshyggjuóra, sem verða afar óraunhæfir í þeirra augum um leið kjörstöðum verður lokað.

Hinsvegar er líkneskjan af manninum sem stendur á borðinu fyrir framan Loga félagsfót, eða félagsstoð, býsna áhugaverð því ekki verður betur séð en hún sé af kratahöfðingjanum Gylfa Þorn með bítlahár. Í það minnsta hefir sá er skapti líkneskið haft einhvern háborgaralegan kújón að fyrirmynd við listsköpun sína. En það er samt dálítið hugvitsamlegt af listamanninum að setja bílahár á þessa hagvaxtar- og NATO-trúuðu fígúru, það gjörir yfirbragðið svo skæslega frjálslynt og viðeigandi pempíulegt.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vill styrkja félagslegu stoðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband