Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarmyndunarumboð við borð, sem á sér langa og stórmerka sögu

xs1Nú situr Katrín við hið hroðalega timburborð á Bessastöðum með Guðna Th. Það sem fæstir vita er að hið hroðalega timburborð á sér all langa sögu og ærðið óskemmtilega á köflum. Fáfróðir menn hafa jafnan haldið, að annar hvort Jónas frá Hriflu eða Ólafur Thors hafi slegið þennan fleka saman á fjórða áratug síðustu aldar, aðrir halda að Hannes Hafstein eða Björn Jónsson hafi heiðurinn af smíðinni. Ekkert af þessu er rétt, enda aungin áreiðanlega vissa fyrir að neinn fyrrgreindra heiðurspilta hafi kunnað svo mikið sem að halda á hamri, hvað þá sög eður hefli; mætti segja mér að þeir hafi allir sem einn verði í mjög slöku meðallagi sem klastrarar á tré.

Áður en einhverjum hugkvæmdist, að sagt er í fylliríi, að draga þennan illa snikkaða fleka inn í stofu að Bessastöðum og gjöra hann þar að ríkisráðsborði hafði hann í aldanna rás gengt ýmsum mismunandi hlutverkum. Lengi var borð þetta notað í sláturtíðinni, innmatur úr sauðfé slitinn þar í sundur, ketskrokkar hoggnir og sagaðir og sauðalæri og bógar hafðir þar á í salti áður en þessu ljúfmeti var snarað í reykkofann. Í stinna þrá áratugi á nítjándu öldinnni var borðið lánað suður í Hafnir þar sem það var brúkað til að fletja á fisk. Þegar borðið var ekki í notkun var það iðulega notað til að geyma á lík manna og kvenna sem af einhverjum ástæðum hrukku upp af. Það er kallað að láta lík standa uppi. Einnig vorðu höggvin á því hænsni og jafnvel gögl. Þá mun alræmdur sakamaður og bófi hafa verið embættaður á borðinu með böðuls og axar. Síðast en ekki síst mun ættfaðir ákaflega virðulegar ættar stjórnmála- embættismanna og forstjóra hafa komið undir á þessu sögulega borði; foreldrarnir munu hafa haft fyrir því að fjarlægja einhver ósköp af sláturmeti þáverandi Bessastaðabónda af borðinu, sem þá var geymt í fjárhúskró, út í horn til að geta haft lostafull afnot af því.

En dag veitti forseti Íslands, Guðni Th., Katrínu Jakobsdóttur umboð til ríkisstjórnarmyndunar við borðið sem á öðrum borðum fremur á Íslandi á sér langa og sundurleita sögu, bæði aðþýðlega og embættislega. Að lokum skal þess getið, að einhverntíma á árum borðsin suður í Höfnum, fannst ein morguninn steindauður vertíðarmaður með flatningshníf í bakinu. Það var álitið morð af yfirlögðu ráði, en því miður upplýstist aldrei hvur það var er lagði manninn í gegn, en víst er að sá fantur kunni að halda á flatningshnífi. Efir að manngarmurinn fannst myrtur á borðinu hefir verið reimt í kringum það fram á þennan dag.


mbl.is Katrín mætt á fund forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband