Leita í fréttum mbl.is

Fólska og íllska hægrimanna jaðrar við geðrof þessa stundina

bur1_1131583.jpgEins og við manninn mælt ruku fól af hægri meiði stjórnmálanna upp eins og blóðgrimmir rakkar þegar þeir fréttu af því að forseti Íslands heðfi veitt Katrínu Jakobs umboð til stjórnarmyndunnar. Hafa þeir mikla dylgjur í frammi, afar vel ígrundaðar, en einkum og sér í lagi sanngjarnar í garð forsetans, Katrínar og fleira fólks. Vilja hin hægrisinnuðu fól meina, að Guðni Th. hafi veitt Katrínu umboðið, bara af því að hann sé vinstrimaður, og allt sé þetta ólíðræðislegt plott últravinstrisinna og aumingja. Að sjálfsögðu hirða fólin ekkert um að færa rök fyrir dylgjum sínum og skapofsa, því þeim er ýmislegt betur gefið en að feta braut sannleikans þegar poletik er annar vegar. Og eins og fyrri dagin munu þau bara öskra og baða út skönkunum þegar vitleysan og lýgin er rekin öfug ofan í þau.

Á heimili frú Ingveldar og Kolbeins ærðist söfuðurinn, sem þar var fyrir er fréttirnar um stjórnarumboð Katrínar bárust frá Bessastöðum, og réðist á Kolbein Kolbeinsson og Máríu Borgargagn, því þau eru framsóknarmenn. Aldrei hafði frú Ingveldur, eins mikil sjálfstæðisflokkskona hún er, haft minnsta grun um að Framsóknarflokkurinn, jafnvel að undirlagi Kolbeins eiginmanns hennar, mundi nokkurn tíma ljá máls á að fara í ríkisstjórn bæði með kommúnistum og anarkistum, og hún sló mann sinn soleiðis að hann þeyttist út um stofugluggann og glerbrotin, sem áður mynduðu rúðu umrædds glugga, þyrluðust á eftir honum. Þegar frú Ingveldur leit út til að aðgæt hvort Kolbeinn ægi ekki kyrfilega steinrotaður fyrir neðn gluggann var hann horfinn og á þessari stundu veit aunginn hvar hann er niðurkominn.

En fyrst Kolbeinn, djöfulsandskotinn sá arni, var horfinn, snöri frú Ingveldur sér að Máríu Borgargagni, vinkonu sinni og sálufélaga, og hreytti framan í hana að það væri gustukarverk að kyrkja hana í nærbuxunum hennar, ef hún væri í einhverju soleiðis, sem hún væri auðvitað ekki; því að druslan Máría Borgargagn hefði auðvitað ekki klæðst þessháttar flík síðan hún fermdist fyrir margt löngu. Við hið snurmannlega ávarp frú Ingveldar, rak Indriði Handreður, eiginmenni Borgargagnsins, upp roknahlátur, kaldan og viðbjóðslegan; Handreðurinn er nefnilega meir á bandi hægrifólanna en Guðna Th. og Katrínar. Nú er Máría Borgargn innikróuð eins og rotta umkringd blóðþyrstum fressköttum. Ef ekki slitnar upp úr stjórnamyndunarviðræður Katrínar og framsóknar strax á næstu klukkustundum, getur aunginn ábyrgst að aunginn verði myrtur að heimili frú Ingveldar, eða annarra sambærilegra kota, því fólska og íllska hægrimanna jaðrar við fullkomið geðrof þessa stundina.


mbl.is Katrín komin með umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Er þetta Skattakata þarna á myndinni hjá þér ... að gera sig klára að éta ömmuna (eða amk. ná aurunum hennar)?

Þorsteinn Siglaugsson, 2.11.2017 kl. 22:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ljómandi sniðugt hjá ykkur sjálfstæðisflokksmönnunum að bínefna fólk Skatta-Kötu og ýmislegt fleira í þeim dúr þegar haft er í huga að aungvir hafa verið eins ákafir og bíræfnir við að djöfla sköttum og þjónustugjöldum, eða hvað þetta heitir allt saman, á lægra launað fólk. Kata, væntanlega Katrín Jakobsdóttir, hefir þó ekki gert sig seka um annað en að tala um að bæta örlítið við skattheimtu af þeim 5 eða 10 prósentum sem hæstar tekjur hafa.

Þá er mér í fersku minni þegar íhaldsstaular öskruðu skattmann! skattmann! á Ólaf Ragnar þegar hann var fjármálaráðherra, af því að hann herti skattaeftirlitið með það fyrir augum að reyna að koma í veg fyrir skattsvik. Það var eftirminnilegur söngur fyrir sakir ógeðfelldni.

Jóhannes Ragnarsson, 3.11.2017 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband