Leita í fréttum mbl.is

Framganga frú Ingveldar var til fyrirmyndar, en áreitnin var niðurlægjandi og skammarleg

ing27Ógn var nú svekkjandi fyrir frú Ingveldi að verða fyrir þeirri reynslu að pervertískur sóðakall gerði sé lítið fyrir og fór að abbast upp á Kolbein eiginmann hennar með káfi og klámkjafti, og Kolbeinn auminginn, sem skjaldan hefir verið sterkur á svellinu, lét sér vel líka. Að horfa upp á viðrinishátt Kolbeins og lostugann glampann í glyrnunum á honum varð frú Ingveldi um megn og hún þreif til hins viðbjóðslega flagara og veitti honum sjálfsagða ráðningu. Fyrir það fyrsta reif hún í hreðjar pervertistans og snöri upp á, fast og heiftarlega; því næst færði hún sig aftur fyrir svínið og læsti örmum um hann miðjann og herti að og hélt þar til allt úr iðrum þrjótsins var komið í buxurnar og óhljóðin í honum orðin að magnþrota hryglum, dauðahryglum hreinlega.

Á meðan frú Ingveldur sókti að óvíninum, sem áreytt hafði eignmann hennar kynferðislega, stóð Kolbeinn álengdar og glápti eins og fáráðlingur að aðfarirnar. En er frú Ingveldur hafði lokið starfi sínu og mannfjandinn lá í öngviti á grúfu, svo allir gætu séð blautann botninn á honum, vék hún sér að Kolbeini og sló hann niður. Að svo búnu dró hún mann sinn á brott á löppunum. Fyrst í stað íhugaði hún vandlega hvort hún ætti ekki að kasta honum undir næsta strætisvagn sem ætti leið framhjá, en hvarf svo frá því ráði og skildi hann eftir í öskutunnuporti á meðan hún sjálf vóð inn á vertshús nokkuð er á vegi hennar varð, það var knæpan ,,Tvíburasysturnar", vandaður staður með orðspor. 

drunk6Ekki hafði frú Ingveldur drukkið nema hálfa flösku af viskíi þegar Kolbeinn Kolbeinsson byltist inn, raknaður úr rotinu og með heljar góðarauga og fas hans allt stórbrotið. Ekki þarfa að orðlengja, að þeim hjónum laust þegar saman og varð hinn harðasti bardagi. Vertinn ætlaði að láta til sín taka og stöðva óeirðirnar, en lenti því miður strax í gólfinu og tróðstu undir fótum hinna stríðandi hjóna. Þá hlupu einhverjir til og hugðust bjarga vertinum úr svaðinu frá yfirvofandi bráðum bana, en þann björgunarleiðangur tóku hjónin óstinnt upp, sameinuðu krafta sína og réðust ótrauð á björgunarmennina og hlóðu þeim á svipstundu. Og nú rann á þau berserksgangur og eirðu þau aungvu meir. Þeir sem áttu leið um strætið þetta kveld og vóru staddir nálægt ,,Tvíburasystrunum" um það bil sem berserkgangurinn rann á hjónin, hafa lýst atburðarásinni þannig, að fyrst hefði stólum og borðum ringnt út um glugga knæpunnar, á eftir fylgdu æpandi og blóðugir búkar gesta og starfsfólks, og síðastur kom vertinn sjálfur í loftköstum út um gluggann og hafnaði næsta líflaus úti á miðju stræti. Síðust birtust hjónin, bæði með fulla áfengiskassa undir hvorri hendi, og hurfu út un dyrnar og út í nóttina, en múgurinn, sem safnast hafði saman utan við ,,Tvíburasysturnar" hörfaði undan er þau gengu úr húsi og sumir, sennilega flestir, tóku til fótanna.  


mbl.is Lesa upp #metoo-sögur á sunnudaginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband