Leita í fréttum mbl.is

Meistarinn við kolaofninn og Gvöndur Mýrasprækur

au_vald_1061447.jpgEkki veit ég hvað hann Gvöndur litli Mýrasprækur er að gera með að væflast af ástæðulausu inn í ríkisstjórn með frú Andersen, Samherja-Stjána, Ásmundi Einari og Bjarna Ben. Og ekki byrjaði piltur gæfulega, að minnsta kosti ekki að ráði. Hann hóf mál sitt á einhverju dularfullu kolefnismáli. Og margur maðurinn hugsaði með sér, þegar hann hlýddi á orðspeki háttvirts ráðherra: hvurn fjandann er drengurinn að þvaðra um? Ætli hann viti það sjálfur? En svo fór að renna ljós upp fyrir einum og einum. Jú, Gvöndur litli Mýrasprækur var að tala um kolabrennsluverksmiðjuna á Bakka, afkvæmi sjálfs leiðtoga síns, Steingrím Johohohoð Sigfússonar. Hann Steingrímur, skohh, hann kann nú manna best að breyta grænu í svart; og hann er meira að segja svo snjall að hann getur, eins og ekki neitt, breytt fagurlega grasgrænum lit í kolasvartan. Þar fyrir utan kann meistarinn að baula hraðar en aðrir menn, án þess nokkur fái raunverulegan botn í óhljóðin.

Ekki batnaði erindið þegar piltkornið fór að röfla um eitthvert einstætt tækifæri sem skapist þegar andstæð öfl í pólitík mætist við sjálft ríkisstjórnarborðið! Með leyfi: hvaða andstæðu öfl hafa mætst við áminnst borðskrifli? Mig rekur ekki minni til að meint öfl við ríkisstjórnarborðið séu andstæð hverju öðru. Sussu-nei. Aldeilis ekki. Allt eru þetta harðkapítalískir flokkar í grunninn, leikararnir í keimlíkum grímubúningum og undir illa þefjandi yfirhöfnunum slær sama gamla kransæðastíflaða samtryggingarhjart, þetta sama hjarta og flökti undir bringubeininu á Pétri Þríhrossi og Júel J. Júel fyrir 100 árum eða svo.

djöfsi3Ja, hann átti aldeilis erindið í ræðustól Alþingis undir liðnum ,,stefnuræða forsætisráðherra" hann Gvöndur litli Mýrasprækur og mun það erindi lifa með þjóðinni svo lengi sem land stendur. Já. Á meðan andlegur faðir og velgjörðamaður Gvöndar skarar í eldinn í kolaofninum á Bakka fær Gvönd að sitja við fótskör hans og fægja skófatnað meistarans upp úr kolakyki, því meistarinn þarf gljáfægða, támjóa stígvélaskó til að sparka í sósíalista og annan slíkan neikvæðan og öfundsjúkan götulýð og fiskikellingar. 


mbl.is Ekki afgirt virki þar sem allt er bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband