Leita í fréttum mbl.is

Ferð Kolbeins til kvensjúkdómalæknisins

drÁ sínum tíma olli það frú Ingveldi heilmiklum heilabrotum hvernig í andskotanum gæti staðið á því að Kolbeinn eiginmaður hennar Kolbeinsson mældist vanfær eftir að hafa mígið á einhverskonar óléttuprófspinna. Við endurtekningu kom aftur sama niðurstaða og þá fór frú Ingveldur með helvískan kallgepilinn til kvensjúkdómalæknis til að fá botn í þetta óhuggulega mál. Nú, kvensjúkdómalæknirinn gerði sig sérstaklega alvarlegan í andlitinu meðan hann skoðaði Kolbein, en frú Ingveldur sat á stóli og fylgdist gaumgæfilega með rannsókninni. Þetta var mjög vel af sér vikið hjá lækninum, því sannast sagna var hann að springa úr hlátri allan tíman meðan hann skoðaði sjúklinginn og spjallaði við hann. Að lokum kvað kvensjúkdómalækninirnn upp þann úrskurð, að hér væri um svo sjaldgæft tilfelli að ræða, að hann sæi sig nauðbeigðan til að senda Kolbein í tékk og eftirlit hjá Gottfreði Gottfreðssyni lækni.

Og Gottfreð Gottfreðsson var í fjarska góðu skapi þegar hann tók á móti þeim hjónum, frú Ingveldi og Kolbeini manni hennar. Enda var hann fljótur að úrskurða, etir að hafa potað löngutöng þéttingsfast í belginn á Kolbeini, að hann var vanfær, einhver andskoti hefði barnað hann og næsta vers væri að tilnefna hugsanlegan faðir að þunganum. Kolbeinn leit ráðaleysislega á eiginkonu sína og muldri upp, að honum kæmu helst í hug Brynjar Vondalykt, Óli Apaköttur og Indriði Hnadreður, en sá hængur væri samt á, að nefndir heiðursmenn væru allir ófrjóir. En Gottfreð sagði Kolbeini að leysa ofan um sig og leggjast á magann, það væri nauðsynlegt að kíkja ögn betur á herlegheitin.

Eftir að hafa rýnt stíft inn í iður Kolbeins, sagði Gottfreð læknir og glotti við tönn, að mikið mætti vera ef Kolbeinn væri ekki hvolpafullur. - Ja, hvur djöfullinn sjálfur, varð frú Ingveldi að orði, en Kolbeinn rak upp hrygluvæl. - Það þýðir ekkert að væla, Kolbeinsrass, sagði Gottfreð, - þú mátt þakka fyrir að hafa ekki fengið hundaæði líka, bölvaður umskiptingurinn þinn. Frú Ingveldur stóð upp af stólnum og steytti hnefann framan í Gottfreð og heimtaði fóstureyðingu. En læknirinn svaraði því til, að þá yrði hún að tala við dýralækni. Lengri varð þessi læknisheimsókn ekki, því Gottfreð mátti taka til fótanna undan frú Ingveldi, sem komin var í manndrápsham. En Kolbeinn, auminginn sá arni, dró upp um sig brækurnar og spennti beltið.  


mbl.is Fá afslátt fyrir þvagblauta auglýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband