Leita í fréttum mbl.is

Sjúkdómseinkennin voru ofuráhugi á skriðuföllum

grjótÞegar Ólafur bóndi varð galinn lýstu sjúkdómseinkennin sér í ofuráhuga á skriðuföllum af öllu tagi. Hann hlustaði grant eftir fréttum af skriðuföllum og var iðulega mættur á vettvang svo fljótt sem auðið var til að flækjast fyrir björgunarmönnum og halda þeim óheilbrigðan selskap miðað við aðstæður. En heldur þókti þó skörin færast upp í bekkinn þegar Ólafur bóndi varð so gúgú og gaga, að hann fór að berjast við að framkalla snjóflóð og önnur skriðuföll með skelfilegum afleiðingum.

Einn snjóavetur bar vel í veiði með snjóflóð í hreppnum hans Ólafs og hann kom hræðilegri snjódyngu af stað langt uppi í brattri hlíð; það snjóflóð hreif með sér tvo bæi ásamt með gripahúsum. Um sumarið sprengdi hann drang nokkurn, sem staðsettur var í hamrabelti, með þeim afleiðingum að helmingurinn af hamrabeltinu varð laust og hrundi með ógnarhraða yfir þjóðveginn og varð mönnum og skepnum að bana og eyðilagði fjórar bifreiðar, þar af eina sextíumanna áætlunarrútu. Efir þetta afrek lagðist Ólafur bóndi á fjöll, því að honum læddist grunur að honum mundir ekki eftirleiðis verða vært í byggð.

Um haustið tóku svo bændur, sveitungar Ólafs bónda, sig til og hugðust ná hinum uppvaxandi skriðuskelfi dauðum eða lifandi. Þeir komust svo í kast við hinn geggjaða bónda í svokallaðri Dauðahyrnu, sem skagar í meir en 1000 meðtra hæð út úr fjallgarðinum Garra. Og víst er um það, að Ólafur bóndi var seinunninn, því þegar bændur gáfust upp var hann búinn að fella rúmlega helming þeirra með skotvopnum sínu, sem samanstóðu af einu riffilræxni en þó aðallega grjóti sem hann velti ósmeykur fram af brúnum og lét gossa beint í skallann á köllunum, sem komu aungvum vörnum við. Síðan þá hafa menn þóst verða varir við skriðugerð Ólafs bónda, sem orðinn er fullkominn útilegumaður, og hefir byggð nú öll lagst af í sveit Ólafs og sveitunga hans.


mbl.is Bjuggust ekki við slíkum skriðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband