Leita í fréttum mbl.is

Nú er dauðafæri fyrir verkafólk

rev4Það er löngu kominn tími til að endurreisa verkalýðshreyfinguna og gera hana að því stéttarbaráttutæki fólksins sem hún var á fyrstu áratugum sínum á Íslandi. Síðustu þrjá áratugina hefur leið hinnar fræknu hreyfingar legið hratt niður á við, en að sama skapi hefur forustusveitin nuddað sér ákafar upp við atvinnurekendaauðvaldið, já og auðvaldið yfirleitt, svo erfitt er orðið að greina á milli hvort þessi eða hinn verkalýðsfrömuðurinn er að tala fyrir samtök atvinnurekenda eða ekki. 

Nú er eins og eitthvað sé að rofa til í samtökum verkalýðsins, fólk sé loks að vakna eftir áratuga þyrnirósarsvefn. Eða hvað? Er meint líf í dauðri hreyfingu aðeins bóla, mýrarljós, óskhyggja hinna fáu? Að minnsta kosti er eitthvað meir en lítið einkennilegt við, að háværustu talsmenn innanbúðarbyltingar í verkalýðshreyfingunni skuli vera með um og yfir eina miljón á mánuði í tekjur. Er eitthvað eðlilegt við að formaður í félagi láglaunafólk sé með fjór- eða fimmföld lágmarkslaun semkvæmt þeim töxtum sem þessir verkalýðsgullrassar hafa skrifað upp á fyrir félagsmenn sína? Nei, satt að segja eru svona karlar ekki beint trúverðugir; um þá má segja að þeir séu ógeðfelldir og andlegir auðnuleysingjar í þokkabót.

Ég hlustaði á Solveigu Jónsdóttur í Silfri Egils í morgun, en mér skilst að hún sé á leið í formansframboð hjá Eflingu. Miðað við það sem hún sagði þar, þá hefur hún alla burði til að verða frábær verkalýðsformaður, sem leitt getur nauðsynlega byltingu og endurreisn innan verkalýðshreyfingarinnar. En til að ná undirtökunum í verkalýðshreyfingunni, þarf fólk af sama tagi og Solveig til að taka hin stóru félögin innan Starfsgreinasambandsins, þ.e. Einingu í Eyjafirði, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur. Ef að það tekst, er gamla, úrkynjaða samtryggingarmafían í samtökum verkafólks fallin og eftirleikurinn þar af leiðandi auðveldur. 


mbl.is Vonar að byltingin haldi áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband