Leita í fréttum mbl.is

Skriðan er blessunarlega farin af stað ...

6a00d834b6c13569e2010535b8db66970c-800wiÉg er ansi hræddur um að kjör verkafólks hafi um langan aldur ekki verið verri en einmitt nú í miðju góðæri braskarastéttanna, auðvaldsins, Bjarna Ben og Katrínar Jakobs. Það sem einkennilegast er, er sú nöturlega staðreynd að verkalýðsforstjórarnir hjá ASÍ og Starfsgreinasambandinu virðast ekki hafa hugmynd um hver staðan er hjá verkafólki, já og fleiri stéttum. Eða vita endemin ef til vill hvernig staðan er, en kjósa fremur að öskra upp í eyrun á fólki hvort það sjái ekki hvað það hafi það gott, hvað launin hafi nú hækkar rausnarlega,- að ekki sé minnst á kaupmáttinn, sem fari beinlínis með himinskautum í góðærinu mikla. - Sjáið ekki veisluna, fíflin ukkar!

Og ekki kemur á óvart, að vel gangi hjá Sólveigu Önnu Jónsdóttur að safna undirskriftum vegna framboðs síns í Eflingu. Þrátt fyrir allt, þá held ég að verkafólk, ekki aðeins á höfuðborgarsvæðinu heldur út um allt land, sé búið að bíða drykklanga stund eftir að einhver, eða einhverjir, með bein í nefinu lýstu sig fúsa til að hafa forgöngu um að velta forustu auðvaldsins í verkalýðssamtökunum úr sessi og hefja verkalýðssamtökin aftur til vegs og virðingar, og róttækni, í samfélaginu.

Skriðan er farin af stað á höguðborgarsvæðinu og nú verður að koma hlutunum á skrið í hinum stóru félögunum innan Starfgreinasambandsins.


mbl.is Skammist sín ekki fyrir léleg kjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband