Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaflokkur með alvarlega persónuleikaröskun og formælendur hans

kaffi2Fyrir það fyrsta er það stóreinkennilegt, að ég segi ekki fáránlega súrrealískt, að nokkur lifandi maður skuli gefa kost á sér framboðslista VG. Hinn tæplega tvítugi stjórnmálaflokkur ,,Vinstrihreyfingin",,grænt framboð" er alvarlega veikur flokkur í þeirri merkingu að hann er haldinn sjúkdómi, andlegum sjúkdómi, persónuleikaröskun, sem gerir það að verkum að VG kemur fólki fyrir sjónir sem hvimleiður uppvakningur af ætt harðkapítalískrar borgarastéttar, með öðrum örðum fullkominn andlegur umskiptingur og aumingi til þess eins fallinn að vinna óbætanleg skemmdarverk á mannlegu samfélagi.

Að því slepptu hverskonar óhræsi VG er orðið, þá er hópurinn, sem gefur kost á sér á lista VG í Reykjavík, kynlega einsleitur. Í þessum kostulega hópi er að sjálfsögðu enginn verkamaður eða verkakona, iðnaðarmaður eða sjómaður, hinsvegar eru þarna kennarar, leikona og doktorsnemi. Framboðið einkennist sem sagt af dæmigerðu 101-liði úr hinum kjaftandi stéttum. Vissulega eru frambjóendurnir fullgóðir handa stjórnmálaflokki með alvarlega persónuleikaröskun, en auðvitað eiga kjósendur að vara sig á svona drullustöffi, því eitt er á hreinu og það er það, að þetta lið er þarna eingöngu fyrir sjálft sig en ekki alþýðu manna.

Nú, það er eflaust jákvætt hjá einhverjum, einkum þeim er misskilja lífið og tilveruna og telja hlutverk sitt vera fyrst og fremst að verja hrófatildrið sem fyrir er og flækist endalaust alenningi, fá sem flest framboð af listum sem allir eru jafn einsleitir; eingöngu skipaðir þessari sömu tegund manna og eru í fastri áskrift að þjóðmálaþáttum fjölmiðlanna.   


mbl.is Líf gefur ein kost á sér í oddvitann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband