Leita í fréttum mbl.is

Eins og niđursetningur í ţvottabala

gogg1Ţađ var dálagleg skemmtun, eđa hitt ţá heldur, ađ horfa upp á tvo alrćmda spjátrunga leiđa saman hesta sína í hanaslag um málefni Reykjavíkur. Mćttum vér frábiđja oss meira af slíku í sjónvarpi allra landsmanna. Hin sáluga sjónvarpsstöđ, ÍNN, hefđi ef til vill veriđ fullsćmd af ţessum hrođa, eđa Útvarp Saga, en sona smán er langt, langt, fyrir neđan virđingu Ríkisútvarpsins. Og ađ sjá stjórnandagarminn milli hananna, öhöhöhöhö ... sá var nú heldr en ekki eins og niđursetningur í ţvottabala.

Auđvitađ er ekki viđ hćfi ađ rekja rifrildi og skyrpingar borgarhananna tveggja, svo auđvirđileg sem uppákoman var, en fjandi komu greyin annkannanlega fyrir og ámátlegir í hvívetna. Reykvíkingar verđa ađ leita betur ađ nothćfu borgarstjóraefni ef ekki á illa ađ fara fyrir höfuđborg vorri. En ţegar eignirnar fóru ađ ţrefa um ,,borgarlínuna" var manni öllum lokiđ, enda var sú vitleysa öll međ hreinum ólíkindum; hvorugur haninn hafđi minnstu hugmynd hvađ ţessi ,,borgarlína" merkir og hafđi sjálfstćđisflokksdrellirinn ţó öllu minna vit á línunni atarna og hélt ađ um vćri ađ rćđa ,,línu net" sem Guđlaugur nokkur, sem nú er utanríkisráđherra, kvakađi sem mest um á sínum tíma af stórbrotinni fáfrćđi.

sjoari0.jpgOg hvađ eru smástrákar, sem aldregi hafa legiđ hóstandi í flatsćng á bađstofupalli, ađ mjálma um ,,húsnćđisvanda"? Í ţá gömlu góđu daga hefđu sona vandrćđaguttar veriđ leiddir um borđ í síđutogara og sendir í ţriggja mánađa túr á Grćnland. Kanski hefđu ţeir mannast eitthvađ í túrnum, kanski hefđu ţeir veriđ skildir eftir á Grćnlandi og veriđ gerđir ađ kamarhreinsurum í Angmagsalík. Í ţađ minnsta hefđi ţessum drengjum ekki haldist uppi pólitískur ónytjungsháttur af ţví tagi, sem ţeir hafa fengiđ ađ stunda í 101 Reykjavík.


mbl.is Býr enginn í ţví sem er veriđ ađ hanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband