Leita í fréttum mbl.is

Svo gerđist ţađ ađ bréf barst á lögreglustöđina

polSvo gerist ţađ ađ bréf barst á lögreglustöđina, stílađ á Hálf Dán varđstjóra. Og víst er um ţađ ađ Hálfdán varđstjóri reiddist ákaflega ţegar las utanáskriftina og sókti í skyndi tvćr ákavítisflöskur í skrifstofuskáp sinn. Ţegar hann hafđi drukkiđ hartnćr úr annarri flöskunni á rétt liđlega klukkustund hafđi hann komist ađ niđurstöđu, sem hann taldi óyggjandi. 

Og nú varđ ađ hafa meira viđ en venjulega. Fólk sá allt í einu og upp úr ţurru hvar lögreglubifreiđ stađarins var rykkt af stađ frá lögreglustöđinni og síđan ekiđ sem leiđ lá út í bć á sannkölluđum ofsahrađa undir sírenublćstir og blikkandi ljósum. Menn litu undrandi hvurjir á ađra og datt ekkert minna en morđ í hug. Svo var lögreglubifreiđinni nauđhemlađ fyrir framan hús Sigurveigar Kjartansdóttur Drćsu og Alfređs Möwe og út stökk Hálfdán varđstjóri međ skakka húfu og fráhnepptan lögreglujakkann og rauk bein inn í húsiđ. Skömmu síđar sá fólk, sér til mikillar furđu, hvar Háldán dró báđa húsráđendur út á hárinu og kastađi ţeim eins og fífupokum aftur í lögreglubifreiđina.

Í bakaleiđinni ţandi Hálfdán vél bifreiđarinnar ennnú meir en áđur og veinin í sírenunni ćtluđu ađ sprengja hljóđhimnuna í ţeim er urđu á vegi Hálfdáns. Auđvitađ komust Sigurveig Drćsa og Alfređ ekki hjá ţví ađ međkenna ađ ţau hefđu sent Hálfdáni bréf á lögreglustöđina hvar hann var í utanáskrift bínefndur og ţar međ gerđur auvirđilegur í augum bréfberans og lögregluţjónsins sem tók viđ bréfinu. Um kveldiđ og nóttina sókti Hálfdán fleiri flöskur í skápinn og bćtti hryllilega á sig, sem aftur gerđi ađ verkum ađ Sigurveig og Alfređ áttu ekki sjö dagana sćla í fangaklefanum. Um morguninn mjálmuđu ţau hjónin í sig ofurlítin kjark og hótuđu ađ kćra Hálfdán fyrir margfalda, svívirđilega kynferđisnauđgun, barsmíđar, lýgimál og viđbjóslegar ađdróttanir en uppskáru ađeins snoppunga fyrir vikiđ svo ţau duttu bćđi í rot. Um miđjan dag var ţeim loks ljóst ađ ţeim vóru allar bjargir bannađar og skrifuđu undir játningu sem varđađi viđ hegningarlög og innihélt fyrirheit um nokkurra ára fangelsisvist ef ţeim Hálfdáni og sýslumanni tćkist vel til ţegar ađ ţví kćmi ađ fylgja kćrunni eftir í dómsalnum.


mbl.is Svona fór Aldís ađ ţví ađ léttast um 60 kg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband