Leita í fréttum mbl.is

Þessa daga liggja þeir undir feldi og hugsa, stundum báðir undir sama feldi

kol37.jpgÞeir Brynjar Vondalykt og Indriði Handreður liggja báðir undir feld þessa dagana, stundum báðir undir sama feldi, og hugsa sinn gang því satt best að segja hafa þeir í hyggju að sækja um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra. Komið hefir til tals í Valhöllu, helgidómi sjálfstæðismanna, að þeir félagar sendi inn sameiginlega umsókn og skipti aðtoðarseðluninni millum sín. Þá hefir gamla Framsóknarmaddaman, sem nú hefir tvo flokka til umráða, blandað sér í málið og heldur hún að sjálfsögðu fram sínum húskarli, Kolbeini Kolbeinssyni skrifstofustjóra og framsóknarmanni.

Það sem helst stendur í vegi þess að Vondalyktin og Kolbeinn slái til og skili inn umsókn er að báðum þykir þeim aðalseðlabankastjórinn svo frámunalega leiðinlegur að þeir eru hræddir um að hann verði búinn að steindrepa þá úr leiðindum og rugli fyrir hádegi á fyrsta, og þá eina, degi þeirra í starfi. Handreðurinn er aftur á móti af vissum ástæðum mun handgengnari aðalseðlabankastjóra, enda báðir leiðinlegir svo af ber. 

Fráfarandi aðstoðarseðlabankastjóri er að sjálfsögðu allshugar feginn að sleppa úr leiðindagrautnum aðalseðlubankustjórans og segir vinim sínum að hvur dagur í vinnu með þeim sérkennilega manni sé þrekraun af því tagi sem einungis heljarmenni geti afborið meir en þrjá daga í röð, hvað þá í mörg ár. Það er einnig mál kunnugra, að aðstoðarseðlabanakastjóri sé svo aðframkominn og hrumur af leiðindavaðlinum, að hann geti mað aungvu móri borið kaffibolla upp að vörum sér fyrir þessum leiðindahandskjálfta, sem einungis fer vaxandi með hvurjum degi sem líður í samvistum með seðlabankastjóra sjálfum. 


mbl.is Auglýsa stöðu aðstoðarseðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband