Leita í fréttum mbl.is

Grimmileg reka upp skötuhljóð

séraVitur maður hefir sagt að þeir lifi lengst sem lýðum eru leiðastir. Nú ætla ég ekki að taka undir að ég sé sammála þessari fullyrðingu að öllu leyti, en samt, af einhverri ástæðu, kom kom hún viðstöðulaust upp í hugann þegar ég frétti af andláti Billys Graham, þess kunna bögubósa. Raunar hélt ég karlinn löngu andaðann og sál hans búin að koma sér huggulega fyrir í þeim stað er honum var búinn áður enn hann hélt á djúpið. Í lifanda lífi var Billi þessi iðnrekandi, rak trúarbragðaiðnað sér til framfærslu og hafði að sögn gott upp úr krafsinu, því kolruglaðir Amríkanar eru gjarnir á að vera örlátir á aurana sína ef hymmnaríkisvist eftir dauðann er í boði. 

Frænka mín ein, nú afgömul og óljúgfróð svo af ber, sat eitt sinn undir prédíkun hjá Billa Grama, það var á íþróttavelli í Bandaríkjunum. Hún sagði mér að vaðallinn í kallinum hefði verið með þeim endemum að ekki hafa annað að henni hvarflað en hann hafi verið blindfullur við þetta tækifæri. Fyrir utan að hóta fólki djöfli og andskota hefði umgetinn pokaprestur hlaðið guðinn Mammon lofi og þegar prédíkunin var um það bil hálfnuð kvaðst frænku minni ekki hafa orðið um sel því orðaflaumur karlsins benti til að hann væri í andanum annaðhvort staddur í Pentagon eða á Wall Street.

Á eftir árum var Billa Grama boðið til veislu hjá páfanum í Vatíkaninu. Þegar páfinn hafði haft yfir dálitlar borðbænir og tveir eða þrír kardínálar farið með fæeinar snotrar máríubænir þókti Billa Graham nóg komið og stóð upp og þakkaði gestrisni páfa og Vatíkansins með kvæði, sem að sínu leyti stóð máríubæunum á sporði, að minnsta kosti hvað frumlega andagift varðaði. Hins vegar var kvðið sem Billi flutti stolið, en það er nú önnur saga, en var viðeigandi veislukvæði í þetta sinn. Kvæðið er svo látandi:
,,Kálmeti étur kjötlaus þjóð
komið þér sælar jómfrú góð,
grátmögur sitja götujóð
og grimmleg reka upp upp hljóð
grátmögur sjást þar götujóð
grimmileg reka upp skötuhjóð,
kálmeti étur, kona góð
þar er kjötlaust tradararadd" ...
(Höf. kvæðis Halldór Laxness).
 


mbl.is Billy Graham látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband