Leita í fréttum mbl.is

Frambjóðandi Bessason og fröken Magnússon

cat_1244576.jpgMikið er nú geðugt og uppörfandi að komast að því að frambjóðandi Sigurðar Bessasonar, Elínbjargar Magnúsdóttur, Gylfa Arnbjörns og Sjálfstæðisflokksins til formennsku í Efling sé gersamlega hrein mey. Það er nefnilega ekki á hvurjum degi sem við, sauðsvartur almúginn, dettum um þvílík eintök. Ekki er verra að frambjóðandi Bessasonar og fröken Magnússon sé, að því er virðist, jafn syfjaður og meistari hans, hr. Bessason, og að barátta hans fyrir formennskunni minni skemmtilega á vandræðagang í geltum fressketti. Það held ég verði nú barn í brók þegar þegar þessi kyndugi frambjóðandi fer að berjast sem formaður hr. Bessason og fröken Magnússon!

Þá afhjúpar frambjóðandinn sitt syfjaða og steingelda hugarfar með því lýsa undrun yfir því að utanaðkomandi verkalýðsforingjar, sem vandir eru að virðingu sinni, séu að skipta sér af stjórnarkjöri í Eflingu. Og til að kóróna ósköpin kveðst hann ókunnugur því að verkalýðshreyfing kunni að vera sprottinn að pólitíkum rótum. Það getur varla orðið betra fyrir vekalýðsfélagið Eflingu og félagsmenn þess en að fá formann sem hefir svo óspjallaðan meydóm að hafa aldrei heyrt minnst á verkalýðspólitík, auðvald, arðræningja, stéttarbaráttu, byltingu. Sona kallar eru sko ekki á hvurju strái, get ég sagt ukkur. Í gamla daga heði Pétur Þríhross kallað hugsjón frambjóðanda Bessasonar og Magnússonar ,,skynsemisverkalýðsbaráttu."

En hvað mundu Guðmundur jaki og Eðvarð Sigurðsson, forverar Sigurðar Bessasonar í formannsstól Reykvískra verkamanna segja við hinum grámyglaða og náttúrulausa verkalýðsgraut, sem formannsefnið býður upp á, ef þeir mættu mæla? Þeir kæmu sennilega ekki upp orði,- en þegar þeir hefðu jafnað sig dálítið mundu þeir biðja um að láta fjalægja þennan ófögnuð Sjálfstæðisflokksin og annarra auðvaldsblesa frá augunum á sér.  


mbl.is Hræðist pólitíska tengingu Eflingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband