Leita í fréttum mbl.is

Þetta er að verða djöfullegra en orð fá lýst

fleng5_1053901.jpgUm stöðu Landsréttar í ljósi síðustu atburða er sennilega réttmætt að nota orð skáldsins, Magnúsar Þórs, ,,það er vont bara fyrst svo versnar það stöðugt,- loks verður það djöfullegra en orð frá lýst." Eftir gífurlegan, eða öllu heldur gríðarlegan, eins og fínu Sjálfstæðisflokksnúmerin segja, undirbúning, péníngaeyðslu, andvökunætur og aðra óáran, lítur því miður út fyrir að Landsrétturinn atarna sé andvana fæddur, aungvum lifandi manni detti í hug að hlusta á eða fara eftir dómum hans og hann falli innan tíðar, eins og maður segir, milli skips og bryggju og drukkni þar eins og sjúk rotta í flokkshyglisjónum.

En alþingismennirnir vóru í góðu skapi í dag og fóru með himinskautum í hálflýgi, beinu skökvi, útúrsnúningum, afvegaleiðingu og hundalógík. Sumt af þessum skörungum á betur heima í fjórðaflokks leikhúsum en í stjórnmálum, en það var svo sem vitað áður. Nú, einhver skaut því inn í umræðuna að best væri fyrir alla að sumir þingmenn, eiginlega allmargir, ættu best heima inni á vitfirringahæli, þar sem þeir gætu látið sér um munn fara allan þann þvætting sem þeim dettur í hug án þess að nokkur hneykslist á þeim og þyki hin fræga ,,orðræða" þeirra og ,,samtal" óviðeigandi.

Svo er látið nokkuð af því að tveir þingmenn hafi stutt tillögu Loga Vindbelgs um vantraut á frú S.Á. Andersen, en það verður gleymt áður en sólarhringurinn er liðinn. Að vísu mun Steingrímur rassskella umrædda tvo mótþróaþingmenn og láta þá fara skríðandi á knjánum fyrir þingflokkinn og biðja hann innilegrar fyrirgefningar á framhleypninni og vitleysunni. Agi verður að vera í þingflokknum, annars færi allt kerfið út um læri og maga og allskonar alþýðufénaður færi að vaða uppi og fótumtroða elíturnar og aðalinn. Það má auðvitað aldrei gerast. Jomm.


mbl.is Vantrauststillagan gegn ráðherra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband