Leita í fréttum mbl.is

Það er að byrja að vora eftir mykan og kaldan frjálshyggjuvetur auðvaldsins

cap2Eftir þriggja áratuga skemmdarverkahrinu frjálshyggjumanna auðvaldsins á Íslandi er mikið verk að vinna fyrir samfélags- og sameignarsinnað fólk. Þó að verkið virðist um stund óvinnandi og eyðilegging frjálshyggjudrjólanna óyfirstíganleg er engin ástæða til að gefast upp. Því er það mikið gleðiefni, að verða vitni að því að til er hugrakkt, baráttuglatt hugsjónafólk sem ætlar að láta sverfa til stáls við græðgisvædda ómenningu auðvaldsins og freista þess að byggja upp siðaðaramanna samfélag jöfnuðar án atbeina auðvaldsperverta, hagfræðinga þeirra og stjórnmálafræðinga.

Ein af óforskömmuðustu lygum ráðamanna í stjórnmálum, verkalýðsforustu og atvinnurekenda er þetta endalausa japl þeirr um sífellt hækkandi kaupmátt. Samkvæmt þessu liði hefir kaupmáttur á Íslandi hækkað stöðugt í þrjá til fjóra áratugi og ef eitthvað væri til í orðum þessara gullfugla borgarastéttarinnar væri láglaunafólk á Íslandi múltímilljonerar. En því miður er því ekki að heilsa að kaupmáttur verkafólks hafi aukist á umræddu tímabili, þvert á móti hafur hann hvað eftir annað tekið hressilega afturkippi og launaþrælarnir eru í dag jafnvel enn meiri lífstíðarþrælar en þeir lægst launuðu árið 1975. Að vísu hefir allrahanda tækni fleygt fram á umræddu tímabili, en lífkjörum almennings hefir að sama skapi ekki farið fram; hinir ríku hafa að vísu orðið ennþá ríkari en þeir fátækari flestir hlotið þau örlög að vera hengdir á  lífstíðarskuldaklafa.

En nú virðist sem aftur sé farið að vora eftir hinn myrka og kalda frjálshyggjuvetur. Og eins og vera ber gerir vorið fyrst vart við sig í verkalýðshreyfingunni; gömlum spillingardrógum er vikið úr húsi og við tekur fólk með ópilltar hugsjónir, uppreiddan hnefa og með blóm í hárinu. Láti almættið gott á vita og að vel gangi að vinna vorverkin á heimilinu, þrífa vistarverur og hleypa fersku lofti inn. Íslensk alþýða á það vel skilið eftir að hafa fengið að sitja áratugum saman  uppi með samdauna spillingarverk auðvaldsins of frjálshyggjudraugana. 


mbl.is „Það kostar ekkert að lækka vexti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband