Leita í fréttum mbl.is

Hlógu að börnum og kennurum

drunk4_1049994.jpgÞegar menntamálaráðuneytið var búið að klúðra prófunum fyrir börnunum svo ekki stóð steinn yfir steini, kom menntamálaráðherra sprangandi inn í helgidóminn, með hlátrasköllum og loðhúfu af pápa sínum á höfðinu. Og saman hlógu þau Páll að tilhugsununni um kennaraálkurnar sem stóðu á gati frammi fyrir blessuðum börnunum, sem komin voru til að taka prófin, en prófin voru týnd og þar með var ferð barnanna unnin fyrir gýg.

Þá Páll og fraukan Alfredós menntamálaráðherra höfðu hlegið nægju sína, slógu þau upp fundi í allsherjar- og menntamálanefnd, hvur fjandinn atarna sem það nú er, og þar var hlegið enn meir og trallað á kostnað barnanna, sem ekki gátu tekið prófin, en þó sérstaklega að kennaraálkunum sem vissu hvað á sig stóð veðrið. Svo tóku þau í nefndinni eftir að þau voru farin að funda um samræmd próf og framkvæmd þeirra, en þá keyrðu hlátrasköllin og galskapurinn alveg um þverbak. Svo dinglaði nefndin sér á barinn og hefir ekki spurst til hennar síðan, - sem betur fer, mundi margur segja.

Páll
og fraukan fleyga,
formalín úr glösum
teyga.
Við það öðlast þau eilíft líf
og endanlegt
dáfagurt hrífutíf. 


mbl.is Gagnrýnivert að hafa ekkert „plan B“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband