Leita í fréttum mbl.is

Frú Lúna í snörunni og fimm mál tengd frú Ingveldi og Kolbeini

Tímarnir breytast og mennirnir međ; í dag gera börn kvikmynd til kennslu og eftirbreytni um Lúnu litlu einhverfu, á međan viđ, sem órum börn fyrir stinnum fimmtíu árum, munum ađeins eftir einni Lúnu, ţađ er ađ segja ,,Frú Lúnu í snörunni", er frá er sagt í samnefndri bók. ,,Frú Lúna í snörunni" var fullorđinsbók, ekki fyrir heimska krakkaskratta, en eitthvađ minnir mig samt ađ ég hafi reynt ađ lesa ţetta rit, sem ekki var eftirminnilegra en svo og virkađi ekki meir á barnshugann en raun ber vitni, ađ ég man hreinlega ekkert út á hvađ bókin gekk; man ekki einusinni hvort frú Lúna var hengd í snörunni eđa ekki, hvort hún hegdi sig sjálf, ef hún hengdist, eđa hvort einhverjir ađrir sáu um ađ festa han upp.

En ţađ get ég sagt ukkur, ađ fátt er fjćr annrri frú, ţađ er ađ segja frú Ingveldi, en ađ hengja sjálfa sig, ţví hennar skapgerđ hneygist öll í ţá átt ađ taka ađrar persónur til handargagns og smeygja snörunni um hálsinn á ţeim. Í fórum lögreglunnar eru ein fimm óupplýst hengingarmál, ţar sem ţađ eitt er taliđ víst, ađ ţar hafi fariđ fram aftökur utan laga og réttar. Ađ sjálfsögđu er fariđ međ ţessi mál eins og mannsmorđ og ţar af leiđandi eru ţau aldrei reifuđ nema innan ţykkra veggja lögregluembćttanna.

hangiŢađ ţókti nokkrum tíđindum sćta ţegar óbótapilturinn Finnur Rass fannst örendur í snöru í útihúsi uppi í sveit. Aunginn vissi til ađ Finnur ţessi ćtti nokkur tengsl viđ sveitina eđa landsbyggđina yfirleitt og af ţeim sökum ţókti bćndum nokkur óţrif ađ Finni og örlögum hans í fjárhúsunum atarna er hann fannst, ţví bćndum ţókti víst ađ sona pauri mundi ganga aftur viđ fyrsta tćkifćri, sem og gerđist. Í annan stađ fannst frilla Kolbeins Kolbeinssonar skrifstofustjóra og framsóknarmanns kyrfilega hengd utan á hjallhúsi suđur međ sjó. Enginn gat útskýrt ferđalag frillunnar á ţann stađ er komiđ var ađ henni örendri, aungin tengsl, ekkert farartćki, og ljóst ađ ţessi kvennpéníngur hefđi aldrei fariđ ađ sjálfsdáđum fótgangandi tugi kílómetra til ađ hengja sig, auk ţess sem fullvíst var ađ hún kynni ekki ađ ríđa hnút á reipi, sem dygđi til hengingar. Ţetta eru ađeins tvö af fimm dularfullum dćmum af sama tagi, hvar nöfn sćmdarhjónanna frú Ingveldar og Kolbeins hafa ţráfaldlega veriđ bendluđ viđ í ósvífnum getgátum milli rannsóknarlögreglumanna. Hinsvegar eru aungin líkindi til ađ málin verđi nokkru sinni upplýst, ţví eitt međ öđru er, ađ áđurnefnd sćmdahjón eru friđhelg fyrir rannsóknum og ákćrum. Eđa ţegar Eyjólfur eitinn rotta fannst hengdur í trjágrein austur í Hallormsstađarsógi, haldiđ ţiđ ađ ţađ hafi veriđ einleikiđ? Nei, aldeilis ekki. Ég segi ukkur kanski frá ţeim atburđi síđar, svo hrođalegum sem hann var. 


mbl.is Markmiđiđ ađ hjálpa einhverfum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband