Leita í fréttum mbl.is

Dularfull sjóslys undir Háubjörgum

grjótÞó svo að Andri Snær Magnason sé orðinn geggjaður get ég lítið við því gjört, en vona þó að hann fái sæmilega umönnun í sínu máli. Hins er verðugra að geta, að síðastliðið sumar var Sigurður sjómaður við róðra og reri oftar en ekki með handfæri sín á hin frægu Háubjargamið. Á Háubjargarmiðum er ósjaldan veitt beint undir hinum ægilegu björgum og fæst þar oft stórlúða, sem er að snudda eftir eggjum bjargfugla sem rúlla fram af klettasyllum og í sjó fram.

Og sem Sigurður sjómaður er að skaka þarna eftir flyðru kemur grjóthnullungur svífandi niður með berginu og strýkst við borðstokkinn. Sigurði verður litið upp við þessi tíðindi, en þá sér hann annan hnullung koma vaðandi niður og hæfði sá rórhúsi og braut það. Sigurður sjómaður sá, að við svo búið mátti ekki standa og seildist því til byssu sinnar, sem hann hafði ævinlega við höndina, brá henni upp að vanga sér og skaut í áttina á einhverju sem hreyfðist á bjargbrúninni. Ekki bar á öðru en að skrokkur af mannfjanda skondraðist niður með hamraveggnum og hvarf í hafið, alveg upp við bergið. Sást sá maður aldreigi meir.

Eftir þetta sigldi Sigurður sjómaður í land og áleit viturlegast að bíða þess er verða vildi, hvort einhver hefði séð þá hann skaut manninn fyrir björg, en þá kæmi lögreglan trúlega til að yfirheyra hann. En ekkert gerðist. Þremur dögum síðar var auglýst eftir Friðbirni bónda að stórbýlinu Mikluveitu; hann hafði horfið fyrir þrem dögum og ekkert til hans spurst síðan. Daginn efit greindi Ríkisútvarpið frá því að bifreið Friðbjarnar hefði fundist uppi í hrauni í um það bil 30 kílómetra fjarlægð frá Háabjargi. Þá lagði Sigurður sjómaður saman tvo og tvo í skyndingu og fékk út fjögur stóreinkennileg sjóslys undir Háubjörgum, sem aungum hafði til þessa tekist að útskýra á nokkurn hátt. En meir af því síðar.  


mbl.is Hugmyndin að bæta við almannarými
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Einarsson

Ja hérna. Mikill er andskotinn.

Hörður Einarsson, 16.3.2018 kl. 21:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er hvurju orði sannara Hörður. Og fáir vita það betur en við þarna vestur á Snæfellsnesi.

Jóhannes Ragnarsson, 16.3.2018 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband