Leita í fréttum mbl.is

Þegar Hálfdán varðstjóri húsvitjaði á bæjunum

polis2_1271053.jpgMikið óskaplega var gaman í sveitinni þegar lögreglan kom og gjörði húsleit á nokkrum bæjum, því grunur lék á misræmi milli raunverulegrar búsetu og lögheimilisskráningu. Það var til dæmis heillandi að sjá Hálfdán varðstjóra og undirmann hans draga Friðgerði Þorgilsdóttur, þá áttatíu og sex ára, út úr húsi á hárinu. Gamla konan hágrét og barmaði sér, en Hálfdán varðstjóri, sem var og er knár kappi og hraustur, sagði henni að halda kjafti annars fengi hún ekki legstað í kirkjugarði, heldur mundi henni verða kastað í fjóshaug þegar hún dræpist.

Á næsta bæ gerði Hálfdán velheppnað strandhögg. Hann rotaði bóndann í útidyrunum og sagt var að hann hefði gert eitthvað svæsið og hræðilegt við fjárhundinn Nonna, sem réðist á Hálfdán þegar hann sá hvernig honum farnaðist við húsbóndann. Húsfreyjan flúði upp á háaloft og lokaði að sér með því að draga saman alskyns drasl ofan á loftslúguna. Líklega hefði Hálfdán varðstjóri nauðgað konunni hefði hann komist eftir henni á loftið. Þegar honum varð ljóst að hann kæmist ekki eftir konunni skipaði hann aðstoðurasveini sínum að leggja eld að húsinu.

Capitalist_pig-690x580Þegar Hálfdán hafi terrorísérað alla bæi í sveitinni skipaði sýslumaður honum að láta staðar numið, nóg væri gert að sinni. Upp úr þessu lagðist búskapur að mestu af í hreppnum, en góðborgarar kómu í staðinn og keypu upp jarðir fyrir slikk og illa það. Hafa þeir Hálfdán varðstjóri og sýslumaður verið aufúsugestir hjá hinum nýju jarðeigendum þegar þeim þóknaðist að halda drykkjusamkvæmi á sveitasetrum sínum. 


mbl.is Lögregla kannar búsetu í Árneshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband