Leita í fréttum mbl.is

Tréhestur, Sviptingur og fleiri hænsn og skoffín

xbEkki er neitt við því að segja að þeir trúi á skuð og skrukkuna drengirnir í Stóru Hlandvík og slái eins og tréhestar við staur. Já, vinir mínir, Tréhesturinn var glórulaus náungi og illa innréttaður. Þá var Sviptingsdjöfullinn ekki síðri að illri art og fólsku. Þessir tveir andstyggaðrlimir vóru enda settir í hundastíuna innan um blóðgrimma og skítuga rakka. Að lokum fór samt svo, að það voru Tréhesturinn og Sviptingurinn sem bitu hundana til bana og átu þá.

Einnig voru í áhöfninni matreiðslumeistarinn E. Sig., svo hroðalega drykkfelldur að af bar, einnig Lúðurinn sem hafði á samviskunni fram að dánardægri að hafa látið Sviptingsskoffínið skíta í buxurnar niður í lest, það var ljótt verk en þó að mörgu leyti gott. Þegar búið var að eyða heilum sólarhring og gott betur í blóðspreng við að ísa síldina í kassa mátti búast við að glorhungruð og vansvefta áhöfnin kæmi að matreiðslumeistaranum í áfengisdái og fáeinum pulsutítum í potti á borðinu. Það var nauðsynleg reynsla fyrir unga drengi upp á framtíðina.

En í Stóru Hlandvík ganga hlutirnir sinn vana gang og jötunuxarnir í heytóftinni vaxa og dafna sem aldreigi fyrr. Aðrir nautgripir á bænum hafa hægt um sig, enda við dauðans dyr af ófeiti og kveisu. Í fyrradag andaðist Búkolla að Stóru Hlandvík, en hennar æviskeið var á allra handa máta dapurlegt. Nú verður ekki lengur kallað að Stóðu Hlandvík: - Baulaðu nú Búkolla mín ef þú ert nokkursstaðar á lífi. Og verði einhverjum á að kalla eftir Búkollu mun aunginn svara en þögnin ein ríkja. Grafskrift Búkollu er og þegar ráðin og verður á þessa leið: EF hún beiddi ekki upp og stóð geld á stalli sínum misserum saman þá mjólkaði hún svo lítið að varla dugði út í einn kaffibolla.


mbl.is Treysta á guð og lukkuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband