Leita í fréttum mbl.is

,,Komi nú allir hrafnar hér" ...

fool8Hún er geðug myndin sem fylgir þessari frétt af ljóninu sem er að bryðja veiðimanninn sálugua í sig. En þetta getur alltaf gerst og hefir gerst að fornu og nýju. Að minnsta kosti man ég vel eftir refaskyttunum sem enduðu í soltnum kjaftinum á melrökkunum. Stundum unnu refirnir og tófurnar svo vel af bráð sinni að ekkert var eftir nema skósólarnir; bölvuð kvikindin átu meira að segja nærbuxurnar sem mennirnir vóru í. Nú, það fannst ekki nema helmingurinn af Bjarna selaskyttu í fjörunni eftir að hann hugðist jaga seli á Fornuströnd. Selurinn sem Bjarni ætlaði að veiða komst nefnilega aftan að honum og át af honum skárri helminginn en skildi þann ljótari eftir.

Þarna í Afríku skilst mér það hafi verið veiðþjófar sem leónin lögðu sér til munns og ekki annað að sjá en þeir hafi verðskuldar slík örlög. Mér er hins vegar ekki fullkunnugt hvort Vilhjálmi sáluga bónda og hundi hans hafi líkað að enda sem fæða hrafna, máva og melrakka. En svo fór þó um síðir, að fyrrnefnd kvikindi gjörðu samblástur gegn Viljálmi og rakkanum Káti, rifu þá á hol og átu þá upp til agna. Reyndar drapst refurinn sem át leyndarlim Vilhjálms úr torkennilegri eitrun, en það stendur víst öllum á sama um það.

Þó má nú með ólíkindum telja söguna af því þegar Krisján rjúpnaskytta lenti óforvandis í kjaftinum á veiðifulgum sínum. Honum varð nefnileg á sú villa að leggja til atlögu við mannýgu rjúpunar norður á Ströndum. Um leið og Kristján hleypti af fyrsta skotinu umkringdu rjúpurnar hann og drápu á minnsta samviskubits. Það var víst sjón að sjá fyrir veslings björgunarsveitarmennina sem komu að ræflinum af honum Kristjáni og fluttu hann með sér til byggða. Svo fékk það prest til að jarðsyngja það sem eftir var af Kristjáni rjúpnaskyttu og sá náungi lét sér sæma að hefja líkræðuna á ,,Óhræsinu" eftir hann Jónas hérna úr Öxnadal, ,,Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær", og klikkti svo út með Hjálmari frá Bólu: ,,komi nú allir hrafnar hér hans á leiði að skíta."


mbl.is Ljón átu veiðiþjófa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband