Leita í fréttum mbl.is

Ópíum fyrir fólkið

nak1_1245371.jpgOg hinir frjálsu og óháðu fjölmiðlar flytja oss fréttir af úrkynjuðu kónga- og drottningahyski og vér meðtökum þær eins og annað ópíum fyrir fólkið, framreitt af löggiltum framleiðendum slíks efnis. Einhver vildi meina löggildu framleiðendurnir væru einungis lögiltir hálfvitar eða blábjánar, en því miður er staðan ekki svo einföld. Nei nei. Framleiðendurnir eru einmitt lævísir og gráðugir ræflar, miskunarlausir eins og refir.

Vér spyrjum: Hefir Katrín þessi sem titluð er ,,hertogaynja" unnir fyrir merkjakjólnum sem hún geislaði so undur fallega í? Hvað er fólgið í þessari hertogaynjunafgift? Að maður Katrínar sé hermaður, með öðrum orðum atvinnumanndrápari? Er nema von að spurt sé? Svo eiga allir að vera júblandi glaðir yfir kjaftæðinu og ópíumsullinu.

Á meðan kónga- og drottningadraslið veltir sér upp úr merkjum og milljörðum og geislakjólum og fjandinn má vit hverju, býr fullt af fólki við örgustu örbirgð í næsta nágrenni við vígvöll hátignanna. Þegar vér lesum fagnaðargreinar um kjóla drottningarslektisins á Bretlandi öðlumst vér örlítið meiri þekkingu á hvað andleg örbirgð er og greinum hvað er ópíum fyrir fólkið.  



mbl.is Geislaði í kjól frá uppáhaldsmerkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband