Leita í fréttum mbl.is

Hver hefði trúað því? Aunginn, - segi og skrifa: aunginn

cap4Hver hefði trúað því fyrir nokkrum dögum að Gulli litli Þórðarson, þessi alræmdi frjálshyggjusteggur og styrkjakóngur, væri í þann veginn að verða heimsfrægur, alþjóðlegur mannréttindafrömuður, friðardúfa og heilagur herstöðvaandstæðingur? Við þessari spurningu er aðeins til eitt stutt og laggott svar: Aunginn. Það hefði nefnilega aunginn trúað þvílíkri fjarstæðu og hefði einhverjum dottið í hug að spá þessu fyrir hefði honum verið sagt að halda kjafti og fara til fjandans, sona helvískir fimmaurabrandar væru of fáránlegir til að hægt væri að brosa að þeim, hvað þá meir.

Og víst er um það að nú verður slegið upp alminnilegu helgarknalli að heimili Frú Ingveldar og Kolbeins Kolbeinssonae skrifstofustjóra og framsóknarmanns. Eftir nokkra gráa munu svo Brynjar Vondalykt og Óli Apaköttur troða upp með harmónikku og banjó og syngja nokkra vel valda friðarsöngva mannréttindaskáldmálum til heiðurs, svo sem eins og kviðuna ,,Áfram kristsmenn krossmenn" og ópéréttudúettinn sem byrjar á þessum hendingum: ,,Einn var að berja ömmu sína, annar að lofa hund." Þá mun Stenngrímmur Joð halda erindi sem nefnist : ,,Barátta mín" og fjallar um refskákina sem að lokum skilaði honum í stól forseta Alþingis og gluggaskrautinu hans í stól forsætisráðherra.

Mest verður þó um dýrðir þegar sæmdarhjónin, húsbændur heimilisins, opna miðstöðvarkompuna í húsi sínu og velja nokkra þess verðuga til að vera lokaðir þar inni í minnst þrjár klukkustundir. Það er nefnilega mikil upphefð í því fólgin að vera lokaður inni í þeirri vistarveru og margt afreksverkið þar unnið sem fellur okkar dásamlegustu yfirstétt einkar vel í geð. Þá er ekki ómögulegt að hjónin góðu, Máría Borgargagn og Indriði Handreður bregði á galsafullan vals, villtan og trylltan, eins og sagt var í gamla daga þega fólk fékk reiðarslag og hrökk jafnvel uppaf með allt á hælunum ef vel tókst til. 


mbl.is Afskaplega ánægjulegt en mikil ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband