Leita í fréttum mbl.is

Hvað var karlinn að gera með lúsugan hund í starfsliði sínu?

lus.jpgHvernig stendur á því að merkilegur og gáfaður maður eins og bandaríkjaforseti ræður hund í starf opinbers ráðgjafa við hirð sína. Og ekki nóg með að hann hafi ráðið hund, heldur virðist hundurinn, eftir orðum forsetans að dæma, vera grálúsugur í þokkabót. Ætli sé alveg öruggt að forsetinn hafi ekki fengið kvikt á sig við að umgangast þennan ófétislega hund, að karlskepan sé ekki orðinn undirlagður af hundalús sjálfur? Sneplótt hárstrýið á hausnum á honum bendir að minnstakosti til lúsafaraldurs, eða jafnvel hann hafi haft geitur í hári sínu í æsku.

Og er þá ekki viðbúið að okkar forsætisráherra hafi smittast af bandarískri hunda- og forsetalús Þegar hún hitti hinn mæta mann fyrr í sumar? Já, og forsætisráðherrann hafi borið nitina og kanski pöddur líka í forseta Íslands og fjármálaráðherrann okkar, sem Gvuð forði okkur öllum frá? Kanski sitjum við að lokum uppi með lúsastjórn og það vita víst allir hvað soleiðis stórn heitir.

Annars er ekki allt neikvætt við lúsina. Heyrt hefi eg sögu af bráðgáfuðum og mikilvirkum bónda, sannkölluðum bústólpa og landstólpa, oddvita og hreppstjóra, sem var svo vel að sér að hann át lúsina úr hausnum á sjálfum sér, sér til heilsubótar. Hann ráðlagði hverjum manni að eta að minnsta kosti 10 pedikulur á fastandi maga á morgnanna, því sá sem það gerði samviskusamlega þyrfti ekki að óttast lífshættuleg meinfár eins og krabba eða hjarta- og æðasjúkdóma. Þá garíntéraði hann hvurjum manni, sem þetta gerði, auk þess að taka inn 30-40 pedikulur til viðbótar á dag ævarandi ofsafjör til kvenna; og konur sem þetta gerðu væru ævarandi suðupottar neðan nafla til æviloka. Af þessu má ráða, að ef ríkisstjórnin er orðin lúsug þá á hún að brúka lýsnar sér til heilsubótar og ríkja þar með til eilífðar.

Svo var líka barnakennari sem hóf kvæði sem hann orkti á þessa leið:

,,Þó liggi lús hjá saumi
láttu vera að klóra þér" ...


mbl.is Trump kallar Omarosu herfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Já, það voru mistök að ráða hana í starfið. En það er alveg gefið, að ef hann hefði EKKI ráðið hana, þá hefði hann verið sakaður um rasisma af Demókrötum sem reyndu án árangurs að troða glæpakvendinu Hillary inn í Hvíta húsið.

Demókratar voru mestu rasistarnir í sögu Bandaríkjanna, ef einhver skyldi hafa gleymt því. Það voru þeir sem börðust gegn afnámi þrælahalds, allir sem einn, meðan Repúblikanir vildu afnema það og tókst það í lokin. Þess vegna var Lincoln Repúblikani.

Aztec, 15.8.2018 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband