Leita í fréttum mbl.is

Jón íþróttamaður, utanvegahlaup og fleiri íþróttir

run1Ég vil að það komi strax fram, að ég kemst´, ef svo má segja, alltaf í gott skap þegar ég heyri utanvegahlaup nefnd, ekki af því að orðið minnir á ,,utanvegaakstur", heldur vegna þátttöku Jóns okkar íþróttamanns í soleiðis hlaupum. Það þurfti stundum heldur ekki neitt sérstakt utanvegahlaup til að Jón vinur okkar væri vís með að breyta því í utanvegahlaup. Ég man alltaf þegar Jón var að keppa í 1500 metra hlaupi á virðulegum íþróttavelli í Helsingi. Á þriðja hring var eins og hann gleymdi að taka beygjuna á brautinni og hljóp beina leið út af leikvenginum og eitthvert út í buskann. Fólk glápti þrumulostið á eftir þessum frækna hlaupara, sem var langfyrstur þegar hið óvænta atvik í beygjunni kom upp á. Jón íþróttamaður kom ekki í leitirnar fyrr en þremur dögum síðar í smábæ nokkrum nokkuð utan við Helsingi, þá kom og líka í ljós að hann var rammvilltur og vissi ekki neitt hvar hann var staddur.

En Jón íþróttamaður átti mörg æsilegri og glæsilegri hlaup en þetta í Helsingi, og stökkum og hópíþróttum eins og knattspyrnu og handknattleik vann hann fjölmörg athyglisverð afrek áður enn hann hvarf af sjónarsviðinu. Þó þufti hann á öllum sínum kroftum að halda og allri sini snerpu þegar hann hafnaði óvart hjá hlandsprengjunni. Hlandprengjan var það sem maður segir einn ægilegur kvennmaður, útblásin og fjörug eins og spræk steypireyður og svo frek til ástarlífs að Jón var nærri dauður eftir hana. Skömmu eftir að Jón Íþróttamaður hafði náð sér eftir kynviðureignina við hlandspergjuna var hann fenginn til að leika knattspyrnuleik. En hvernig sem það nú annars var og hvernig sá leikur fór, þá var það samdóma álit nefdar og nú væri nóg komið og væri lengur hægt að draga það að fara með Jón íþróttamann á hælið.

Já, ferli Jón íþróttamanns lauk með því að hann gerði gjörvallri íþróttahreyfingunni á Íslandi svo rækilega til skammar að öll heimsbyggðin stóð vart á fótunum fyrir hlátri og hneykslan. Þetta var nefnilega landsleikur í knattspyrnu og þegar Jóni íþróttamanni var vikið af leikvelli eftir tæplega tuttugu mínútna leik vóru fimm andstæðingar fótbrotnir, þrír rotaðir, auk þess sem Jóni hafði tekist að skora fimm sjálfsmörk. Já, vinir mínir, Jón hafði sett undir sig hausinn um leið og dómarinn blés til leiks og þotið fram og aftur völlinn eins og illur andi. Á hælinu er hann í sérherbergi, ekki beint stóru og fær matinn í rúmið, en út úr herberginu kemur ekki til mála að hann fari í lifanda lífi, en á því veltur heill og hamingja þjóðarinnar að Jón íþróttamaður sleppi ekki út til að gera henn meir til skammar en orðið er. 


mbl.is Þorbergur Ingi kominn í mark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband