Leita í fréttum mbl.is

Og Geir sem var roskinn og reyndur

landroverVið sem munum ástandið í sveitinni, sumarið góða þegar helvítis bófinn hann Gísli bóndi í Gröf hélt kaupakonuna, sem allur karlpeningurinn í hreppnum, giftur sem ógiftur, kepptist við að bjóða í bíltúr á jappanum, vitum sem er að rafmagnsjappar eru bölvað ómark, drasl, hundaskítur. Það var nefnilega einn þarna í sveitinni sem átti, skal ég segja ukkur, rafmangsjappa og það var hann Geir, en hann átti víst að heita roskinn og reyndur og hafði afar hraðfara hárvöxt, ekki síst um kjálka og kinnar.

Svo gerðist það eitt kveldið, að Geir, sem var roskinn og reyndur, varð hlutskarpastur og fékk kaupakonuna á rúntinn með sér. Þau vóru, að því er sagt var, búin að rorra um holóttann þjóðveginn í hreppnum nokkra stund þegar hrottafengin elding sló sér niður í rafmagnsjappann hans Geirs og þá fór sem fór. Þegar að var komið vóru þau kaupakonan og Geir bæði heilsteikt í bílnum, Geir undir stýrinu en kaupakonan í farþegasætinu. Verst þókti að bærði virtust berrössuð þá að var komið, en það var vitaskuld af því að eldingin tætti fötin utan af þeim,- nema hvað?

Svo hefði mátt halda að atburður þessi hefði slegið óhug að hreppsbúum. En það var öðru nær. Þeir fögnuðu. Þeir hlógu. Þeir höfðu í flimtingum ósvífnar athugasemdir um sviplegt fráfall kaupakonunnar og hans Geirs, sem var, eins og allir vissu, roskinn og reyndur og hafði mátt búa við til margra ára að þurfa að raka sig tvisvar á dag. Gárungarnir ráku upp rokur á mannamótum og sögðu að reiðarslagið hefði farið á þau eins og elding. En auðvitað varð slys þetta vegna þess að Geir var á þessum andskotans rafmagnsjappa og soleiðis jappar laða að sér eldingar, skruggur, þrumur og urðarmána. En það var hinsvegar afar hátíðlegt, ef ekki hjartnæmt, þegar leyfarnar af rafmagnsjappanum var lagður í gröfina með honum, því það minnti umfram allt á þegar fornmenn vóru heygðir ásamt hrossi sínu og reiðtygjum, eftir að hafa fallið með hetjubrag í bardaga í túninu heima hjá sér. Hvað varð um skjátuna af kaupakonunni veit enginn og útilokað er að finna út hvar hún var jörðuð, ef hún var þá jörðuð. Það var nefnilega stundað mannát á einum bæ þar í sveitinni.


mbl.is Með rafmagnsjeppann tilbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband