Leita í fréttum mbl.is

Í kveld er sálumessa sungin

presturDjöfuls endaleysa er nú þetta. Bjarni Bjarnason steig ekki neitt til hliðar; hann valt útaf stólnum og skondarði undir borð og liggur nú þar fyrir hunda að kvenna fótum. Aumingja karlinn. Í kveld syngur síra Baldvin sálumessu í musteri sínu Orku náttúrunnar til heiðurs og þá ekki síður sjálfri Orkuveitunni. Sálumessan verður ekki aðeins sálumessa heldur og hámessa, sem líkleg er til að valda straumhvörfum í baráttu lýðsins fyrir náttúruleysi og ónáttúru.

Þegar síra Baldvin settist á kamarinn í morgun fékk hann hugljómun, guðlegrar ættar að hann telur, þess efnis að nú verði geistlega valdið að bregðast við ótíðendum úr Orkuveitunni, útbreiddum pervertismus þar um ganga og illviðráðanlegum dónaköllum og kellingum, sem einskis svífast. Og um leið að blessunarlegt dýrðarljósið, síra Baldvin, sem stendur öllum öðrum nær englum og guðdómi, togaði upp um sig þykka nærbrókina og óþefurinn var í þann veginn að ríða honum að fullu, skaust hugmyndin um sálumessuna alsköpuð fram í frjóan huga hans.

Sem kunnugt er hefir síra Baldvin þann hátt á að skylda sóknarbörn sín til að mæta í allar kirkjulegar athafnir sem honum dettur í hug að halda. Ef sóknarbörn vanrækja umrædda skyldumætingu eiga þau á hættu að sóknarprestur þeirra komi og berju þau til óbóta með eigin hendi, sem er allt í senn, stór, köld, hörð og firnasterk. Í kveld má búast við að síra Baldvin bannfæri tvo perrakarla í sókninni, sem hafa orðið berir af ónáttúru og þar með viðbjóðslegu hugarfari. Og eflaust mun þessi eini kraftaklerkur þjóðarinnar lýsa yfir banni á samneyti fólks við stjórn og stýrimenn Orkuveitunnar, því hann er viss um að nú séu að koma fram áhrifin af því að sækja niður í iður jarðar eftir hita, sem að sjálfsögðu verði til vegna athafna Andskotans í Helvíti og illir andar og djöflar hafi hlaupið í starfslið Orkuveitunnar og borgarstjórn Reykjavíkur. 


mbl.is Bjarni stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, svona fer þegar vita náttúrulausum afgömlum sjálfstæðismönnum er velt úr forstjórastólunum ...

Annars er gaman að velta fyrir sér hvernig þetta hefur gengið til á laugardagskvöldum hjá strákunum á fimmtu hæðinni: "Jæja strákar, hver nær nú að senda flesta sniðuga tölvupósta á kéllingarnar á tíu mínútum? Einn, tveir og byrja!

Þorsteinn Siglaugsson, 17.9.2018 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband