Leita í fréttum mbl.is

Þær vita ei hvað verkfærið heitir

x1Það er hreint hörmulegt til þess að vita, að dömurnar á miðri myndinni, sem fylgir þessari frétt, hafa ekki hugmynd um hvað verkfærið heitir, sem þær veifa yfir hausum sínum, og því síður vita þær til hvers það er notað. Sendirherradótturinni minnti, frá því hún var í leikskólagæslu, að þetta héti ,,sandamoka" og bókmenntafræðingurinn mikli, sjálfur forsætisráðherra, heldur endilega að stungaskóflan heiti ,,durra". Við uppgröft þeirra með Samherjaráðherranum og Framsóknarkallinum á Landspítalalóðinni í dag nennti enginn að leiðrétta vitleysuna í hinum háborgaralegu glimmerdömum,- flestum viðstaddra var meir í mun að þær héldu áfram að gera sig auðvirðilegar frammi fyrir stjórnmálaarmi auðvaldsins.

Svo hlupu þær stöllur nokkra hringi með skóflurnar á lofti og skræktu: ,,durradurra", ,,sandamoka-kokílóka." Viðstaddir tóku ærslum stúlknanna af kurteisi og brostu fínlega; það fer enginn að gera veður út af gelgjulátum hugsjónalausra, pólitískra öreiga. En hvar Steingrímur hefir verið í dag má sjálfur Poruinn vita, en sannast sagna er þessi Steingrímur orðin svo hás af því að syngja auðvaldssöngva á kvöldin, að hann hljómar eins og kumrandi hrútur þegar sjónvarpsfréttamennirnir tala við hann á daginn. Það er nefnilega hægt, fyrir mikla menn, að gera fleira en grilla á kvöldin.

xEn svo vér víkjum nokk að Landspítalahýsinu, sem stelpurnar vóru að grafa fyrir í dag, þá er útlit fyrir að það muni standa tómt af sjúklingum þegar það verður loks orðið klárt til að taka á sárveiku fólki; péníngalæknarnir verða nefnilega farnir með alla sjúklingana á ,,stofur" úti í bæ til að geta rukkað þá alminnilega um pénínga, beinharða pénínga, helst í dolurum og pundum sterlíng. Þegar þar verður komið sögu, verða háborgaralegu glimmertelpurnar ef til vill búnar að læra að verkfærið, sem þær brúkuðu til moksturs í dag heitir stunguskófla. Og líklega verur húsið notað sem næturskjól fyrir húsnæðislausa, eins og Farsóttarhúsið forðum, og ekki mun af veita, ef Sendiherradóttirin og bókmenntafræðingurinn halda áfram að stjórna með Erkiíhaldinu og gömlu Framsóknarmaddömunni næstu áratugi..


mbl.is Tímamót í sögu Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband