Leita í fréttum mbl.is

Kusu sér innanhússþoku úr allt annarri stétt

drau2.jpgJæja, þá eru þeir í BSRB búnir að kjósa innanhússþoku úr stétt lögfræðinga sér til formanns. Það er álíka gáfulegt og reyna að gera vakran góðhest úr elstu mjólkurkúnni í fjósinu. Það hlýtur að vera einhver akkur eða meining með þvílíkri frammistöðu. Ég verða að gjöra þá játningu að ég hélt í einfeldni minni að stéttarfélög lögfræðinga ættu ekki aðild að BSRB; en nú kemur í ljós að lögfræðingar eru í BSRB, rétt eins og hagfræðingar hafa verið láglaunasveinar í aðildarfélögum ASÍ.

,,Nú er Snorrabúð stekkur" síðan Ögmundur hætti sem formaður samtaka starfsmanna ríkis og bæja og við tók ekkert og BSRB-kontórinn varð núll og nix, og gisin Samfylkingarfnykur með Íhaldsbrælu í bland læddi sér út í hvurn krók og hvurn kima á kontórnum. Úr þessu líka þokkalega andrúmslofi drógu þeir nýjan formann, með lögfræðipungapróf, og setja sem hugmyndafræðing og æðsta vald yfir láglaunafólk og hugsanlega kjarabaráttu þess. Það má vel vera að þetta trix eigi að vera einhverskonar glens og grín af hálfu þeirra sem kusu á BSRB þinginu, en mætti ég þá biðja hlutaðeigandi að hafa slík gamanmál til heimabrúks, hver hjá sér, en láta okkur, hina óbreyttu og lágt launuðu, í friði fyrir sona spaugi.

En Djöfullinn er mikill og kann lagið á veiklunduðu snobbaraslekti, sendir það á BSRB þing og lætur það í heimskukasti gera feyknlegar gloríur, svo sem við atkvæðagreiðslur, þannig að lyktum stendur ekki steinn yfir steini og allt gumsast út um læri og maga. Yfir öllu gín svo Andskotinn íllskuflár og hlær dátt að fíflunum sem hann villti sýn. En fyrr má gagn gera en að kjósa formann úr annarri stétt yfir vankaða ríkisstarfsmenn.


mbl.is Samræmist hennar hjartans málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband