Leita í fréttum mbl.is

Vissulega mörg tíðindi

ing7Nú skulum við hvíla okkur um stund á Jóni Gnarri og plagatinu hans, en þess í satð líta betur í ljóðabálkinn ,,Þröng göng" eftir Máríu Borgargagn. Eins og fyrr segir, er listaverkið í sex köflum, sem hafa það sérkenni að vera hvur öðrum betri, frá fagurfræðilegu sjónarmiði.Í inngangi að verkinu, sem frú Ingveldur ritar, segir hún, að þótt skáldkonan Máría Borgargagn sé nú son og sona, þá hafi henni með þessum yrkingum tekist að hífa sig upp á örlítið hærra plan, en ekki hafi verið vanþörf á því, svo lágt sem þessi kerlingarskratti hafi getað lagst á heldur dónalegum æviferli sínum.

Vissulega höfum við mörg tíðindi að segja af Máríu Borgargagni, mörg hver tengd einkennilegri áráttu til lauslætis, áfengisnautnar og óforskömmugheita, fyrir utan hvað Máría Borgargagn hefir verið drjúg til að láts í veðri vaka að hún sé háborgaraleg glimmerjúnka, sem taka beri alvarlega. Hver maður sér, að þessi ósköp eru með engu móti samrímanleg, sem gerir þó framlag Borgargagnsins til skáldskaparmála ekki ómerkilegri, þvert á móti er unun að lesa hugarframleiðslu svo margbrotinnar og ósamsetjanlegrar persónu.

Í fjórða kafla ,,Þröngra gangnaeigi ó" bregður skáldkonan á leik og gjörir manni sínum, þeim fræga Indriða Handreði, eigi ólítil skil, svo sem sjá má:

,,Handreður meður leður,
hann treður og treður og treður.
Sálarlaus sat hann í trjánum 
með saurinn sinn á hnjánum.
Nú drekkur hann með drjólum
og Djöflinum fram að jólum
Áður en mín varð loðin og laung
laumuðu piltarnir í hana staung;
það var þungur vegur, þrautanna ýmislegur,
því hún var heldur þröng.
Og Kolbeinn flassaði á meðan
hlandblautur að neðan" ...


mbl.is Jón Gnarr ætlar að farga Banksy-verkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Stórbrotinn kveðskapur

Níels A. Ársælsson., 13.11.2018 kl. 22:58

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það má með sanni segja. Mikið skáld er Borgargagnið.

Jóhannes Ragnarsson, 14.11.2018 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband