Leita í fréttum mbl.is

Lækningamáttur klósettlegu kann að vera staðreynd

ing10Það hefir aldrei þókt góð latína að liggja sofandi inni á klósetti, hveð þá heldur með brækunar gyrtar niður að knjám eða jafnvel að ökklum. Ekki hefi ég heldur heyrt þess getið að það hafi einhvern lækningamátt svo um muni að gista salerni sjúkrahúsa. Að vísu eru pestargemlingar með herlega skitu vel geymdir við klósettskálina hvort heldur þeir eru vakandi eða meðvitundarlausir. 

Og minnist ég nú skipsfélaga frá því fyrir fjörutíu og sex árum, sem féll í svefn á salerninu í næsta bát sem við lágum utan á. Nú, það komu einhverjir djöflar af þessum bát um borð hjá okkur árla mjög, vöktu okkur með munnsöfnuði og skipuðu okkur að sækja hið arma sóðasvín úr okkar áhöfn sem lá upphringaður kringum taðskálina með buxur niðri á hælum og hraut eins og hann lægi við dúnsæng í mjúku rúmi. Og til að undirstrika kröfu sína hótuðu djöflar að taka okkar mann og kasta honum í sjóinn milli báta með netadreka bundinn um hálsinn. Það varð úr eftir dálítið mudur, bölv og urr að við sóktum félagann, sem lá alveg eins niðurhringaður og okkur hafði verið sagt. Vissulega var maðruinn mjög dauður, eiginlega steindauður og kominn langleiðina til Helvítis, en samt þó ekki svo að hann færi ekki að myndast við að bera fyrir sig fætur þegar við höfðum mismunað honum yfir lunninguna og inn á okkar dekk.

En ég minnist líka veikrar konu, sem komið var með undir sírenublæstri og ljósagangi að sjúkrahúsinu. Kvennsniptin var tein og skoðuð og að svo búnu var hjúkrunarkonu í bláum, knésíðum kjól skipað að fara með veiku konuna beint inn á klósett og láta henni batna þar. Morgunin eftir var konugarmurinn orðin mikið betri og hjúkrunarkonan komin úr kjólnum og farin að striplast um sjúkrhúsgangana. Morguninn þar á eftir hafði konunni batnað heil ósköp og daginn eftir var hún útskrifuð og þá orðin svo heilbrigð að hún hljóp í brott stökkvandi eins og kiðlingur í klettum. Hinsvegar var hjúkrunarkonan, sem hafði verið í bláa, knésíða kjólnum, orðin brjáluð og var lokuð inni á vitfirringahælinu, því hún hélt því fram að yfirlæknirinn hefði rifið hana úr kjólnum og komið mjög ósæmilega fram við hana.   


mbl.is Gisting á salerni „óyndisúrræði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband